(Færslan er ekki kostuð, vörurnar fékk ég að gjöf)

Fyrir u.þ.b mánuði síðan prufaði ég hárvörurnar frá Renati í fyrsta sinn og verð ég að segja mér líkaði svo ótrúlega vel við þær að ég hef ekki stoppað að nota þær. Gamla sjampóið fór í ruslið! 

Þær vörur sem ég nota er sjampóið, hárnæringin og maskinn en ég prufaði treatmentið í fyrsta skipti í sturtu áðan og hárið á mér er silkimjúkt núna. 

Hárið á mér er fyrir löngu orðið handónýtt af aflitunum í gegnum árin, og listinn af sjampóum sem virka fyrir hárið mitt eins og það er í dag er sko ekki langur, en Renati hárvörurnar hafa gert svo góða hluti fyrir hárið á mér að ég verð að mæla með því 🙂 

Aðeins um Renati hárvörurnar: 

Renati hárvörurnar eru ótrúlega náttúrulegar og með fremstu hárvörum í Skandinavíu. Terence Renati, maðurinn á bakvið vörurnar hefur lagt allt sitt af mörkum til að halda þeim eins náttúrulegum og hugsast getur.

Línan sem er til hér heima inniheldur sjampó fyrir allar hártýpur, hárnæringu fyrir allar hártýpur. treatment fyrir náttúrulega þurrt hár sem skilur hárið eftir skilimjúkt, maski fyrir þurrt og mikið efna meðhöndlað hár sem skilur hár og hársvörð eftir silkimjúkt og fullt af raka.

Einnig er herra lína sem inniheldur sjampó og hárnæringu sem vinna á þann veg að það skilur hárið ekki eftir of mjúkt svo það sé auðveldara að nota vax í hárið, shaving cream og after shave balm sem vinna á þann veg að shaving creamið mýkir skeggið svo rakstur verði auðveldari og skilur húðina eftir í það góðum málum að aðeins þarf að skola af með vatni og setja after shave balm-ið. 

Svo eru alskonar tegundir af hárvaxi í boði en hárvaxið frá Renati er það vinsælasta í allri Skandinavíu. 

  • Renati hárvörur innihalda engin ofnæmisvaldandi efni 
  • Paraben fríar
  • Sulfat fríar
  • Ekki prófaðar á dýrum
  • Styrkir hár og hársvörð
  • Innihalda 16 náttúrulegar olíur sem veita heilbrigðan hársvörð
  • Hentar mjög vel fyrir einstaklinga með slæman hársvörð, hár eða flösu

Vörurnar fást bæði á Hársmiðjunni og Reykjavík Hair.

(Færslan er ekki kostuð, vörurnar fékk ég að gjöf)

24 ára móðir búsett í Kópavogi. Jákvæð, lífsglöð og bjartsýn. Helstu áhugamál eru heilsusamlegt líferni, líkamsrækt og ljósmyndun.