Í kringum 6 mánaða aldurinn kemur sá tími þegar litla barnið þitt, sem er kannski ekki svo lítið ennþá, fer að sitja með fjölskyldunni við matarborðið. Klárlega ákveðin tímamót sem huga þarf að með lausn í huga.

Í september lá leið mín í Húsgagnaheimilið, sem er staðsett að Fossaleyni 2 í Grafarvoginum (á móti Egilshöll).

Í samstarfi við Húsgagnaheimilið fékk ég að velja mér DRAUMA matarstólinn fyrir litla Emil okkar. Fyrir þá sem eru í hugleiðingum um matarstólakaup fyrir litla fólkið ykkar, langar mér að fræða ykkur aðeins um Evolu matarstólinn, sem er ótrúlega falleg belgísk hönnun, og hvað hann hefur upp á að bjóða

 

  • Evolu matarstólinn er hægt að nota frá fæðingu upp í allt að 6 ára aldur.
    Hægt er að kaupa á hann ungbarnastykki sem hægt er að nota frá fæðingu og skipta svo í hefðbundna sætið við 6 mánaða aldur. ( sjá myndir hér fyrir neðan)

 

  • Boðið er upp á 180 gráður snúning á sætinu og er þessi möguleiki búinn að vera gamechanger á okkar heimili

 

  • Með stólnum fylgja auka 15 cm lappir sem gerir kleift að hækka stólinn upp í allt að 90 cm. Þannig að ef þið eruð með eldhúseyju eða annað borð í 90 cm hæð er ekkert mál að láta barnið sitja í þeirri hæð. En auðvitað er standard stærðin í 75 cm hæð, sama og hæð borðstofuborðs, en einnig er mögulega hægt að minnka hann niður í 50 cm sem passar við ‘‘barnaborð‘‘

 

 

  • Stólinn er margverðlaunaður og vann t.d Baby Innovation award árið 2015.

 

  • Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af notkunarmöguleikum stólsins: 

Evolu matarstóll - falleg belgísk hönnun 2Evolu matarstóll - falleg belgísk hönnun 3Evolu matarstóll - falleg belgísk hönnun 4Evolu matarstóll - falleg belgísk hönnun 5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum vil ég þakka húsgagnaheimilinu fyrir frábæra þjónustu. 

Ragnhildur Eir xx 

Ég heiti Ragnhildur Eir og er 22 ára sálfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík. Ég og kærasti minn Ágúst Óli eignuðumst okkar fyrsta barn í lok mars. Er útskrifuð úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og elska allt sem tengist eldamennsku,þrifnaði og hreyfingu.