Við fengum hana Söndru Kareni til að vera Mamagram September mánaðar hjá okkur og við spurðum hana nokkrar spurninga! Hún er einnig með Glam snappið í dag fyrir þá sem vilja fylgjast frekar með henni! Viljum við þakka henni kærlega fyrir skemmtilegt viðtal.

MAMAGRAM - SANDRA KAREN

Fullt nafn? Sandra Karen Skjóldal Aldur? 24

Hvað færðu þér í morgunmat? Reyni að fá mér alltaf hafragraut en er oft treg við að borða morgunmat

Áttu gæludýr? Nei

Hvenær komstu að því að þú værir ófrísk? Í ágúst 2016

Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú varst ófrísk? Ég varð rosalega stressuð, held ég hafi bara hugsað shit eða jafnvel sagt það upphátt bara við sjálfa mig

Ertu með einhverja hugmynd um hvernig móðir þú vilt verða? Já, ég vil auðvitað vera góð fyrirmynd (margt flokkast undir það), traustur og góður vinur og umfram allt einlæg og kærleiksrík

Hvers saknaru við meðgönguna og hvað alls ekki: Ég sakna þess að finna spörk og að spjalla við bumbuna, og líka að vera trítuð eins og prinsessa en ég sakna þess alls ekki að eiga erfiðara með allt, setjast upp, beygja mig og svona líða eins og aumingja og ég niðurlægði sjálfa mig svakalega fyrir það

Ef þú værir föst á eyðieyju, hvaða lög myndiru raula? Ábyggilega bara öll sem mér myndi detta í hug haha, pottþétt einhver disney lög

 Hvernig gekk meðgangan: Mjög vel 

Hvernig gekk fæðingin: Hún gekk ágætlega en Leon var ekki búinn að skorða sig þegar ég missti vatnið svo ég var send í bráðakeisara sem gekk mjög fljótt fyrir sig fannst mér og svo svaf ég frekar lengi

MAMAGRAM - SANDRA KAREN 1

Hvað finnst þér skrítnast við að vera ófrísk: Mér fannst alltaf skrítið að finna hann hiksta

Hvað er must have fyrir lítil kríli af þínu mati: Ást og umhyggja

Hvaðan ertu og hvar býrðu núna? Ég er frá Ólafsfirði en bý í Grafarholti núna

Lífsmóttóið þitt? Að elska sjálfa mig sem reynir oft á og að vera einlæg

Hvaðan eru uppáhalds snyrtivörur þínar ? Ég held ég eigi bara í alvöru ekki uppáhalds snyrtivöru, ég nota þær svo sjaldan en ég nota mest lituð augabrúnagel og það er örugglega bara uppáhalds

MAMAGRAM - SANDRA KAREN 4

Uppáhalds matur? Kjúllasúpan hennar mömmu, og eiginlega bara allt sem mamma gerir

Borðaru grænar baunir? Jájá, gular eru betri samt

Snapchat eða Instagram, hvor finnst þér skemmtilegra? Instagram

Að lokum, hvernig er hægt að fylgjast með þér?

 Instagram: sk_kristjansdottir

MAMAGRAM - SANDRA KAREN 3

MAMAGRAM - SANDRA KAREN 5

Ég heiti Katrín Njarðvík. Er 23 ára gömul og er fædd og uppalin í Vesturbænum en nú er ég búsett í Kanada ásamt kærasta mínum Jesse og vorum við að eignast okkar fyrsta barn, hana Éowyn Ástu.