Nýlega pantaði ég mér nokkrar vörur af hjal.is og gerði þar mjög góð kaup.
Langar sérstaklega til þess að segja ykkur frá Ecoegg þvottaegginu og djúphreinsi töflunum frá sama merki.
Eggið er þvottaefni sem fer beint inn í tromluna með þvottinum. Ég var sérstaklega spennnt að prufa þetta á dökka þvottinn minn þar sem ég hef verið að glíma við mikla lykt í þvottinum mínum. Ég ætlaði ekki að trúa mínu eigin nefi þegar ég tók þvottinn úr vélinni eftir fyrsta þvottinn með þessu eggi. Það var ekki vottur af lykt af þvottinum. Eggið dugar í 210 þvotta og þetta sparar mann svo mikið allt vesenið og gerir þetta verk svo miklu auðveldara. 

MUST HAVE FRÁ HJAL.ISMUST HAVE FRÁ HJAL.IS 1

Ég einmitt keypti mér þetta bláa og valdi mér lyktina Fresh Linen. Þið getið lesið nánar um eggið hér.
Það er einnig síðan hægt að kaupa áfyllingu á eggið og þá verður þetta ódýrara. En þá er hægt að kaupa 54 þvotta eða 210. 

Einnig keypti ég mér djúphreinsi töflur. Ég hef sett mér þann vana að sjóða vélina mína einu sinni á tveggja vikna fresti. Og þríf hana vel að innan. En það sem þessar töflur gera er að þær taka alla lykt úr vélinni, fjarlægja sápuskán og kalkbletti. 
6stk af þessum töflum kostar 990 krónur og mælt er með að djúp hreinsa vélina á sex mánaða fresti þannig að gildis tíminn á þessum töflum er þrjú ár! 

 

MUST HAVE FRÁ HJAL.IS 2

Hægt er að lesa allt um töflurnar hér.

Síðan er margt annað skemmtilegt hægt að finna á þessari síðu og vil ég endilega benda ykkur á baðstafina. Síðan Frosti fékk þá þá hefur baðtíminn verið miklu skemmtilegri. Hann raðar þeim á vegginn og ég sýni honum stafina og skrifa skemmtileg orð með stöfunum. Hægt er að skoða þá hér.

 

 

 

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.