Í fyrra átti ég enga úlpu enda þurfti ég þess ekki þar sem ég var í fæðingarorlofi og fór ekki mikið út úr húsi. En núna í vetur mun ég þurfa að fara eldsnemma út í bíl, skafa og keyra í skólann í allskonar veðrum. Ég er sú týpa sem hugsar “Fyrst að sumarið var ekki gott þá hlýtur veturinn að verða rosalegur”, eða “veturinn var svakalegur, þess vegna er sumarið svona gott!”. Ég nota allskonar svona kenningar til að finna ástæðu af hverju veðrið er svona eða hinseginn. En ég á von á köldum vetri og er ég svo sannarlega búin að undirbúa mig fyrir hann. 

MJÖLL 3 in one Parka frá ZO•ON 2

Ég nældi mér í úlpuna Mjöll sem er 3 in 1 parka frá Zo-on og sé ég alls ekki eftir því. Fyrir það fyrsta þá er hún gul. Fyrir ykkur sem fylgjast með mér á snapchat og instagram vita það að ég elska gulann. Það er hægt að nota hana á þrenna vegu: Jakki, vindjakki og úlpa. Núna meðan það er ennþá frekar hlýtt úti þá kemur jakkinn sér vel að notum þar sem hann er fullkominn fyrir íslenska haustið. Það sem heillar mig við úlpuna líka er að kraginn er gerður úr gervi loðfeldi. Þessi úlpa greip athygli mína vegna þess hversu hentug hún er. Hún er fjölnota, hlý og stílhrein. Þegar ég vel mér úlpur þá hugsa ég alltaf út í nokkra hluti: 1. Fer hún mér? 2. Fer hún fyrir neðan mittið á mér? 2. Get ég haldið á barninu mínu, pokum, skiptitösku og skólatösku án þess að úlpan verði til vandræða? 4. Fer hún mér í alvöru fer hún mér? 5. Er rassinn á mér eins og pláneta í henni?  

MJÖLL 3 in one Parka frá ZO•ON Ég átti síðast gula úlpu þegar ég var í þriðja bekk. Man hversu falleg mér þótti hún og gekk í henni endalaust og það endaði á að mamma þurfti að “týna” henni svo ég myndi ganga í annarri yfirhöfn. Síðan þá hef ég alltaf ætlað að fá mér GULA ÚLPU! Ég tók úlpuna í stærð 34 en mér fannst sú stærð fara mér betur þó ég noti jakkann Skyggnir í stærð 36. Mæli með að prufa tvær mismunandi stærðir til að sjá hvað hentar best.

MJÖLL 3 in one Parka frá ZO•ON 1

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.