Þegar ég fór að skoða það hvernig skiptitösku mig langaði að vera með, þá fannst mér lang sniðugast að finna mér eitthverjan flottan bakpoka svo ég væri með báðar hendur lausar, það auðvitað auðveldar manni ansi mikið þegar maður er með lítið barn. Taskan sem ég keypti mér fann ég á Amazon og kostaði sirka 4000kr, sem mér persónulega fannst vera mjög gott verð miðað við hversu flott taskan er. Þú getur nálgast töskuna sem ég keypti mér hér.

Það er fyndið hversu mikið af hlutum ég gerði mér ekki alveg grein fyrir í byrjun eftir að Éowyn fæddist, hlutir sem ég átti eftir að læra á leiðinni. Eins og t.d. alltaf alltaf taka skiptitöskuna með jafnvel þótt þið séuð bara skreppa eitthvað stutt frá. Þegar Éowyn var nýfædd þurftum við að skreppa með hana til læknis í skoðun og læknastofan var mjög nálægt heimilinu okkar, ég bjóst bara við því að við yrðum snögg þar og að við myndum ekki þurfa að skipta á henni. En svo var heldur betur ekki raunin, hún væntanlega kúkaði þegar það var verið að vigta hana og þar sem hún var vigtuð nakin þá þurftum við bara vefja hana inn í undirbreiðslu þanngað til tengdapabbi minn kom með skiptitöskuna fyrir okkur… Safe to say að ég hef aldrei ekki tekið töskuna með eftir þetta. 

 

HVAÐ ER Í SKIPTITÖSKUNNI MINNI?

Skiptitaskan mín

Það sem ég hef í minni skiptitösku eru auðvitað bleyjur, blautþurrkur og svo bossakrem, en ég er líka með tvo pela til vonar og vara ef einn verður skítugur, nóg af formúlu, ég er svo líka með kælikupp sem maður setur í kælipox hjá pelunum og formúlunni. Ég tek alltaf með auka föt ef hún skyldi verða skítug, leikföng til að leyfa henni að fá, ég nota þau sérstaklega mikið í bílnum og klút eða eitthvað svoleiðis til að þurrka upp ælu og slef. Svo auðvitað snuð og barnaverkjalyf sem ég myndi þá bara nota í neyð ef eitthvað skildi gerast fyrir hana meðan við erum úti að keyra langar vegalengdið. Svo er ég með þunnt teppi og lítinn sólhatt og sólgleraugu meðan það var sumar, svo keypti ég mjög sniðugar litlar fjölnota undirbreiðslur á Amazon sem ég tek með og legg hana á þegar ég þarf að skipta á henni, því eins og við vitum er ekki beint skemmtilegt að þurfa leggja barnið á þessi skítugu skiptiborð sem eru á almenningsklósettunum og ef ég get þá hef ég sótthreinsir með mér til að sótthreinsa skiptiborðið fyrst áður en ég legg undirbreiðsluna á. Einnig þegar ég fer í heimsókn til fólks þá tek ég oft með þykkara teppi sem ég legg á gólfið til að leyfa henni að liggja á ef hún vill. 

 

HVAÐ ER Í SKIPTITÖSKUNNI MINNI? 2

Þarna geymi ég pelana og formúluna ásamt því að setja kælikubbinn í nethólfið sem er þarna að framan, mjög sniðugt að það er svona álpappír þarna inni til að bæði kæla eða halda hita á pelanum.

 

HVAÐ ER Í SKIPTITÖSKUNNI MINNI? 1

Svona lítur taskan út að aftan, mjög sniðugur rennilás þarna svo þú þarft ekki að róta ef eitthvað er neðarlega í töskunni.

 

Það er mjög mikið af hólfum sem mér finnst mjög mikilvægt og svo er plastvasi sem þú getur rennt lokað og geymt blaut og skítug föt þar til dæmis, svo er bara ótrúlega mikið af plássi! Mæli allavega klárlega með þessari tösku ef þú ert að leita af hentugri skiptitösku!

Takk fyrir að lesa <3

Instagram: katrinnjardvik

Ég heiti Katrín Njarðvík. Er 23 ára gömul og er fædd og uppalin í Vesturbænum en nú er ég búsett í Kanada ásamt kærasta mínum Jesse og vorum við að eignast okkar fyrsta barn, hana Éowyn Ástu.