Fyrir  nokkru síðan þá fluttum við Reynir í 60fm leiguíbúð sem við (eða ég) erum búin að vera dunda okkur við að gera sæta og heimilislegri. Í langan tíma var íbúðin mjög óspennandi á að líta en ég er orðin nokkuð sátt með stofuna að minnsta kosti eins og er. Þegar maður býr í lítilli leiguíbúð með ekki mikið á milli handanna þá er samt vel hægt að gera sætt heima hjá sér. Allt eru þetta litlir og mjög svo ódýrir hlutir en gera heilmikið fyrir litla rýmið okkar.

Þessi færlsa er ekki skrifuð í neinu samstarfi heldur langaði mig einungis að sýna ykkur.  

 

Innlit

Sófinn er úr Rúmfatalagernum

Innlit 1

Innlit 6

Ruggustóllinn er úr Rúmfatalagernum

Innlit 10

Borðið er úr Rúmfatalagernum

Innlit 4

Gerviblóm, pottur og kerti: IKEA – Kisu stytta: Hertex – Uglu stytta: Góði Hirðirinn – Planta í kúpu + stjaki: Rúmfatalagerinn – Fílastytta: Góði Hirðirinn – Ilmolíu lampi: Aliexpress

Innlit 8

Hillan sjálf er úr IKEA. Myndir úr Rúmfatalagernum og Krabbinn var gjöf. Fuglinn er úr Hagkaup, glasið af eBay og ilm stangirnar úr Hagkaup.

Innlit 7

Hillur: Rúmfatalagerinn – Fjöður skraut: Hagkaup – Fugl: Hagkaup – Mörgæs: Góði Hirðirinn – Stundaglas: Rúmfatalagerinn – Ljósaserja: Rúmfatalagerinn

Innlit 5

Mynd: Ína Högna MyArt á Facebook – Spegill: Søstrene Grene – Planta: Ikea – Kertastjaki: Rúmfatalagerinn – Kaktus: Hagkaup

Innlit 2

Litlu myndirnar eru úr Rúmfatalagernum, Kommóðan úr Rúmfatalagernum, svarta karfan úr Hagkaup og Teppið er frá Geysi.

Sófann, sófaborðið, stigahilluna og ruggustólinn keyptum við á raðgreiðslum í Rúmfatalagernum. Allir skrautmunir kostuðu mjög lítið og kíki ég reglulega á nytjamarkaði eins og t.d Hertex eða Góða Hirðinn að leita af einhverju fínu til að setja upp á hillur. Einnig er Rúmfatalagerinn með heilmikið úrval af ódýru skrauti. Gardínan sem ég er með fyrir garðhurðinni keypti ég t.d í Rúmfatalagernum á að mig minnir 1500kr og fellistöng á 800kr og ég ætlaði ekki að trúa því hvað þetta gerir mikinn mun í stofunni! Ljósaserjan við hliðiná kostaði eitthvað undir 1000kr í Rúmfatalagernum líka. 

Þangað til næst!

Innlit í stofu - ódýrt en virkar!

24 ára móðir búsett í Kópavogi. Jákvæð, lífsglöð og bjartsýn. Helstu áhugamál eru heilsusamlegt líferni, líkamsrækt og ljósmyndun.