Nafn:Karitas Harpa Davíðsdóttir

Aldur:27 ára, fædd ‘91

Búseta:Einstæð móðir í RVK

Börn:Ómar Elí

Aldur barns:Tæplega fjögurra ára (140914)

MAMAGRAM - KARÍTAS HARPA 3

Hvernig gekk fæðingin: Hún gekk. Ég var með hríðar í 26 tíma, það þurfti að sprengja belginn og ég var að rembast í alveg klukkutíma, ég átti á Selfossi sem þýddi engin meiriháttar inngrip eða mænudeyfing og mér fannst glaðloftið hrikalegt svo hvað eigum við að segja, jú þetta gekk hann kom í heiminn en mér fannst þetta ógeðslega vont og ég held að setning fæðingarinnar hafi klárlega verið “ég get þetta ekki” því mér raunverulega fannst ég ekki geta þetta haha. 

Hvers saknarðu við meðgönguna og hvað alls ekki: Ég t.d. upplifði ekki bumbusakn fyrr en bara fyrir stuttu, en stundum skoða ég myndir frá meðgöngunni og sakna þess að finna hreyfingu í maganum, finna hann hiksta og spá í því hvernig hann yrði þegar hann fæddist.

Ég sakna stundum öryggisins sem ég upplifði líkamlega þegar ég var ólétt, það hljómar kannski órökrétt þar sem maður hefur sjaldan verið stærri á alla kanta en ég veit að margar tengja. Ég var aldrei eins örugg að klæðast níðþröngum fötum t.d. og þegar ég var komin með risa bumbu, ég var það stærsta og þyngsta sem ég hef verið en ég elskaði það. Hafandi glímt við brenglaða líkamsímynd allt mitt líf var þetta svo mikið frelsi og í raun tími sem gerði svo mikið gott í mínu bataferli við margra ára baráttu við átröskun.

Ég sakna þess alls ekki að geta ekki legið á maganum, vá hvað mér fannst það erfitt síðustu mánuðina og síðan að geta ekki sofið heila nótt af því ég þurfti að bylta mér svo mikið. Eins svitnaði ég alveg óhemju mikið á nóttunni, nei alveg svona þurfa að skipta á lakinu næstum daglega mikið, sem ég hélt að myndi aldrei enda..ég sakna þess ekki.

Áhugamál:Tónlist, söngur, lagasmíði eða í raun allt sem tengist tónlist. Leiklist, framkoma, ferðalög og almenn ævintýri.

MAMAGRAM - KARÍTAS HARPA 4

 Helstu kostir og gallar við að vera söngkona:Kostirnir eru sem betur fer talsvert fleiri en gallarnir, annars myndi ég ekki haldast í þessu. Aðal kosturinn er auðvitað hvað ég elska þetta mikið, að syngja er það skemmtilegasta sem ég geri svo er starfið fjölbreytt og skapandi sem er akkurat það sem ég þrífst best við. Helsti ókosturinn og það bara af því ég er með einn lítinn pjakk, er vinnutíminn sem er mikið kvöld og helgar sem þýðir oft pössun og fjarvera frá Ómari en sem betur fer á ég ofbosðlega gott bakland sem hefur reynst mér gífurlega vel í þessu undanfarin árin.

Uppáhalds nammi:Svoldið eins og að gera upp á milli barnanna sinna, en þar sem ég á bara eitt barn segi ég súkkulaði

Snapchat eða Instagram:Ég er eiginlega alveg komin með ofnæmi fyrir Snapchat því miður svo ég vel Instagram frekar þessa dagana

Borðarðu grænar baunir:Já það geri ég svo sannarlega

Lífsmottó:Ég á kannski ekki einhverja eina setningu en ég lifi eftir því að þegar að því komi að ég liggi á dánarbeðinu horfi ég ekki til baka og sjái eftir því að hafa ekki gert eitthvað frekar að hafa látið vaða. Miklu meiri líkur á því að maður sjái eftir því að hafa ekki reynt á eitthvað heldur en að prófa og það gangi ekki, þá allavega veit maður að það gekk ekki af því maður prófaði.

Hver er þín fyrirmynd: Vá, það þykir mér erfitt að velja. Ég leita í fyrirmyndir í hinu og þessu, mamma mín er til dæmis mín fyrirmynd í þolinmæði og móðurhlutverkinu. Í tónlist horfi ég mikið á sterkar kvennímyndir allt frá Ellý Vilhjálms til Jessie J í dag.

 Áttu gæludýr: Nei í raun ekki en ég átti einu sinni kött sem hét Pepsi Max og hund sem hét Kleina, þau voru æði

 Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar það stóð jákvætt á óléttuprófinu: Haha..það allra fyrsta sem ég hugsaði var “Fokk” og svo fór ég að grenja, getum sagt að þetta hafi ekki verið planað en mamma kom og faðmaði mig. Svo fór þetta bara að vera spennandi, það var bara svona allra fyrst sem mér var mjög brugðið.

MAMAGRAM - KARÍTAS HARPA 5

Hvar sérðu þig eftir 5 ár: Vonandi enn bara á fullu í því sem ég er að gera í dag, tónlist, útvarpi og annarri framkomu. Ég verð komin með grunnskólakrakka (!!!) og vonandi bara sjúklega hamingjusöm. Bið ekki um mikið, bara að vera að gera það sem ég elska og elska það sem ég geri.

Hvað færðu þér alltaf í morgunmat: Ég er hrikalega léleg í þeim málum, ég er ekki mikil morgunmatskona svo vatnsglas er það fyrsta sem ég fæ mér og svo bara misjafnt á misjöfnum tíma haha ekki mjög skipulagt.

Að að lokum, hvar er hægt að fylgjast með þér

Instagram: karitasharpa
Facebook: karitasharpamusic
Snapchat: karitasharpa

 

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.