Við hjá Glam.is ákváðum að fá nokkra pabba með okkur í lið þessa vikunna og auglýstum eftir því á netinu. Margar fyrirspurnir bárust og höfum við tekið nokkra fyrir og leyft þeim að taka yfir Snapchat aðganginn okkar. Til að fylgjast almennilega með þá er snapchat aðgangangurinn einfaldlega : glam.is 

Pabbarnir eru Viktor Blöndal, Aron F. Þorsteinsson, Alexander Rúnarsson og Óli Vilhjálmsson. Hver veit nema aðrir pabbar hoppa inn, það mun koma í ljós í vikunni.

PABBAVIKA // Þeirra upplifun sem foreldri 4

 

Hér er uppröðunin þessa vikuna og vonumst við til þess að þið munið njóta þess að fylgjast með.

Þeir munu sýna frá sinni hlið á því að vera foreldri, hvort sem það er nýbakaður pabbi eða þrælreyndur með nokkur. Oft er móðurhlutverkið mikið hærra og umtalaðara heldur en föðurhlutverkið og þessvegna skelltum við í smá Pabbaviku þessa vikuna. Því að vera pabbi er alveg jafn mikilvægt eins og að vera mamma.

PABBAVIKA // Þeirra upplifun sem foreldri 6

PABBAVIKA // Þeirra upplifun sem foreldri 1

Viktor Blöndal, kærasti Ásdísar okkar, mun starta vikunni með pomp og prakt og munu við stelpurnar kíkja við inná milli til að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt.

ENDILEGA fylgist með inná Glam.is snappinu ! 

xoxo

PABBAVIKA // Þeirra upplifun sem foreldri 5

Ég er 23 ára gömul mamma sem á lítinn strák fæddan 28.okt 2016 og heitir Heiðar Máni. Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu, besta hverfi landsins. Á unnusta til 3 ára sem heitir Grétar Þór. Ég hef brennandi áhuga á eldamennsku og hönnun og finnst virkilega gaman að hreyfa mig, sérstaklega Zumba.