Þann 3.Mars héldum við hjá Glam.is okkar fyrstu árshátíð. Við vorum svo ótrúlega heppnar með þennan dag þar sem veðrið var frábært og allt heppnaðist mjög vel. Við byrjuðum daginn á því að hittast allar kl. 16:00 í Reykjavík Escape, þar var okkur skipt niður í tvo hópa og vísað síðan inn í Hangover herbergið. Mælum ótrúlega mikið með því, því þessi áskorun styrkti hópinn og lét reyna heldur betur á samvinnuna. Síðan kl. 19:00 hittumst við á Kopar Restaurant og fengum okkur að borða. Þar fengum við dásamlegan einkaþjón sem stjanaði svoleiðis við okkur og passaði að glösin yrðu aldrei tóm. Þjónustustúlkan vísaði okkur á langt borð á efri hæðinni þannig við gætum allar setið saman og notið í góðum félagsskap. Við tókum allar upp einhver video og hér fyrir neðan er búið að setja þau saman í eitt stórt svo þið getið fengið að sjá hvernig dagurinn okkar fór.

Takk fyrir okkur Reykjavík Escape og Kopar !

 

Árshátíð Glam.is 2

 

 

Þangað til næst, 

Glam.is 

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.