Ég er mikið fyrir tónlist og er mjög dugleg að rótera og bæta við tónlist inná Spotify aðganginn minn og tók ég saman uppáhalds lögin mín þessa stundina og vona að þið getið notið þeirra eins og ég. En svo ég segi aðeins frá tónlistarsmekkinum mínum þá er hann mjög misjafn og fer mikið eftir hvað ég er að gera. Playlistinn hér fyrir neðan er ræktar/bíla/taka til playlist. Ég er ekki mikið fyrir íslenska tónlist en ég samt aðeins farin að samþykkja Króla og JóaPé. Ég er mikill Macklemore aðdáandi og hlusta á hans lög örugglega 4-5 á dag. Uppáhalds lögin mín með honum eru These days og Glorious. Ég hef aðeins verið að finna mig í trappinu og hef verið að lauma þeim annarslagið inná playlistann. Það er einn tónlístarkona sem ég var að uppgvöta og heitir hún Yaeji og er ég með lag inná playlistanum frá henni sem heitir raingurl. En þessi kona gerir alla sína tónlist sjálf og alveg frá grunni. Ég horfði á nokkur myndbönd frá henni í gær og hún er frekar nett týpa og hef ég gaman af henni. Gefið henni séns! 

 

 

 

Þangað til næst, 

 

House tour | Little things 5

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.