Við fengum hana yndislegu Camillu Rut snappara til að vera mamagram Febrúar mánaðar hjá okkur.
Camilla móðir,snappari og söngkona! Hún leggur ótrúlega mikinn metnað í allt sem hún gerir. 
Við sendum henni nokkrar spurningar sem okkur langaði að spyrja hana að og þökkum við henni kærlega fyrir frábært viðtal.

 

MAMAGRAM - Camilla Rut

Nafn: Camilla Rut
 
Aldur: 23 ára 
 
Hvaðan ertu og hvar býrðu núna: Ég er úr Kópvoginum & bý þar eins og er en það eru flutningar á döfinni 🙂
 
Maki : Rafn Hlíðkvist
 
Börn: Gabríel Hlíðkvist Rafnsson
 
Hvernig gekk fæðingin: Ég hef heyrt um fæðingar sem hafa gengið betur.. Haha 
Ég var sett af stað þegar ég var gengin tvo daga framyfir og ég fann það rosalega hvað fæðingin var þvinguð. 
 
 
Hvernig gekk meðgangan: Hún gekk ekki vel heldur. Ég kenni sjálfri mér svolítið um það þar sem ég hætti gjörsamlega að sjá um sjálfa mig eftir að ég pissaði á prófið. Ég vorkenndi mér svo mikið að ég hreyfði mig ekki neitt og borðaði allt sem í vegi fyrir mér var á meðan ég var ólétt.. 
 
En ég horfi svolítið á það þannig að ég fékk draumabarn í skiptum fyrir meðgöngu og fæðingu frá helvíti – Ég þarf varla að hafa fyrir þessum krakka haha
 
Hvað er á döfinni hjá þér: Flutningar í lok Febrúar, klára nýja húsið okkar, syngja í Moulin Rouge sýningunni sem verður haldin í Hörpunni & Hofi á Akureyri & margt fleira sem ég má ekki segja frá alveg strax 🙂
 
Borðaru grænar baunir:  Nei
 
Þú varst í bloggi einu sinni, hvernig var sú reynsla: Alveg frábær 🙂 Ég kynntist virkilega dýrmætum vinkonum á mamie.is og öðlaðist allskonar tækifæri og reynslu sem ég mun alltaf búa að.
 
MAMAGRAM - Camilla Rut 1
 
Hvað var þitt drauma starf þegar þú varst yngri: Ég hef aldrei átt mér eitt draumastarf þannig séð.. Heldur hef ég alltaf ætlað mér að vera hamingjusöm í lífi og starfi, hvað sem ég tek mér fyrir hendur 🙂 
Ég ætla að sigla með straumnum og grípa allt það góða sem lífið ætlar að gefa mér.
 
Helstu kostir og gallar við að vera opinber snappari: 
Eini gallinn sem mér finnst við það eru kröfurnar sem fólk setur á mann.. og reyndar það að fólk noti mann svolítið eins og “human google” haha
Kostirnir eru samt mun fleiri en gallarnir – mér þykir ótrúlega dýrmætt að hafa þessa rödd sem ég hef og að geta haft góð áhrif á fólkið sem fylgist með mér 🙂 Það verður aldrei metið til fjár.
 
Hvaða samfélagsmiðill finnst þér skemmtilegastur: 
Instagram
 
Hvert er þitt celebrity crush: 
Ég held í alvörunni að ég sé ekki með neitt sérstakt celebrity crush.. ef það væri einhver þá held ég að ég myndi segja Michael Bublé, mér finnst hann voða heillandi 🙂
 
Uppáhalds matur: 
Nautacarpaccio á Matarkjallaranum, Guð minn góður ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina !
 
Hvaða heilræði gefuru nýjum mæðrum: 
Ekki hlusta á allt kjaftæðið sem fólk reynir að troða inn í hausinn á þér 🙂 
 
Hvað er must have fyrir lítil kríli af þínu mati:  
Ástríkir foreldrar/foreldri
 
Hver er lífsmottóið þitt:
“Don’t half ass anything – whatever you do, always use your full ass”
 
Hvers saknaru við meðgönguna og hvað alls ekki: 
Ég fæ stundum bumbusakn 🙂 Annars sakna ég þess alls ekki að vera ólétt yfir höfuð haha
 
Uppáhalds nammi:
Piparminntu pralín súkkulaði frá Nóa Síríus !
 
Og að lokum, hvar er hægt að fylgjast með þér:
instagram: camillarut
Snap: camyklikk
 
MAMAGRAM - Camilla Rut 2
 

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.