Tinna Guðmunds - Kynningarblogg

Halló kæru glam fylgjendur!

Ég heiti Tinna Guðmundsdóttir og ég er nýr meðlimur hjá glam.is. Ég er 22 ára gömul, verð 23 ára þann 8.september. Ég á tvö yndisleg börn, stelpan mín heitir Írena Ósk og er 2 ára og strákurinn minn heitir Frosti og er 2 mánaða. Ég á unnusta sem heitir Bjarki Pétursson og erum við búin að vera saman í þrjú ár og trúlofuð í eitt ár. Ég er vestfirðingur – uppalin í Bolungarvík og bjó þar í 16 ár en flutti síðan suður til Reykjavíkur og hóf nám í Borgarholtsskóla og útskrifaðist þar sem stúdent af félagsfræðibraut.   Ég er í fæðingarorlofi eins og er en stefni á háskólanám í haust og langar að læra félagsráðgjafann. 

Mín helstu áhugmál eru dans, söngur og tónlist. Ég æfði samkvæmisdans í tíu ár (allan grunnskólann) og elskaði það! Ég er fyrrum íslandsmeistari unglinga í samkvæmisdönsum og er mjög stolt af því. Ég meiddist síðan eftir tíu ára danstímabil og hætti að dansa. Ég æfði einnig söng og kann aðeins á gítar.  Eins mikið og mér finnst gaman að hreyfa mig þá er ég mikill nammigrís og er oftast að narta í eitthvað nömm (eins og ég kalla það) yfir daginn. Ég elska allan ítalskan mat og mitt uppáhald er lasagna með spagettí on the side! Gæti borðað það í öll mál! Ég hef ekki ferðast víða um heiminn, farið tvisvar til útlanda. Eitt skipti þegar ég var fimm ára og svo seinna skipti þegar ég var 18 ára í útskriftarferð með skólanum.

Tinna Guðmunds - Kynningarblogg 3

 

Þetta tel ég vera stórt skref út fyrir minn þægindaramma og mig langar að sjá hvert þetta leiðir mig. Ég vona að þið komið til með að njóta góðs af 🙂

Endilega fylgið mér á instagram <3
instagram : tinnagudmunds

Knús!
Kveðja, Tinna Guðmunds.