Tinna Guðmunds - Kynningarblogg 4

Halló kæru glam fylgjendur!

Ég heiti Tinna Guðmundsdóttir og ég er nýr meðlimur hjá glam.is. Ég er 22 ára gömul, verð 23 ára þann 8.september. Ég á tvö yndisleg börn, stelpan mín heitir Írena Ósk og er 2 ára og strákurinn minn heitir Frosti og er 2 mánnaða. Ég er trúlofuð honum Bjarki Péturssyni og erum við búin að vera saman í þrjú ár og trúlofuð í eitt ár. Ég er vestfirðingur – uppalin í Bolungarvík og bjó þar í 16 ár en flutti síðan suður til Reykjavíkur og hóf nám í Borgarholtsskóla og ég útskrifaðist þaðan sem stúdent af félagsfræðibraut. Ég er í fæðingarorlofi eins og er en stefni á háskólanám í haust og langar að fara í félagsráðgjöf.

Mín helstu áhugmál eru dans, söngur og tónlist. Ég æfði samkvæmisdans í tíu ár (allan grunnskólann) og elskaði það! Ég er fyrrum íslandsmeistari unglinga í samkvæmisdönsum og er mjög stolt af því. Ég meiddist síðan eftir tíu ára danstímabil og hætti að dansa eftir það. Ég lærði einnig söng og kann aðeins á gítar. Eins mikið og mér finnst gaman að hreyfa mig þá er ég mikill nammigrís! Ég elska allan ítalskan mat og mitt uppáhald er lasagna með spagettí on the side! Mér finnst þetta spennandi tækifæri að fá að vera partur af glam.is og verður gaman að skrifa fleiri blogg sem tengjast bæði móðurhlutverkinu og öðru skemmtilegu.

Tinna GuA�munds - Kynningarblogg 3

fallega fjölskyldan mín <3

Þetta tel ég vera stórt skref út fyrir minn þægindaramma og mig langar að sjá hvert þetta leiðir mig.  Ég vona að þið komið til með að njóta góðs af 🙂

Endilega fylgið mér á instagram <3
instagram : tinnagudmunds

Ég heiti Tinna Guðmundsdóttir og er 22 ára gömul. Ég er uppalin í Bolungarvík en bý núna í Reykjavík ásamt unnusta mínum Bjarka og saman eigum við tvö yndisleg börn, Írenu Ósk og Frosta. Ég hef áhuga á öllu tónlistartengdu, sérstaklega dans og söng.