Mig langar til að segja ykkur frá naglastofu sem ég heimsæki reglulega.
Ég er undantekningarlaust spurð um neglurnar mínar þegar ég er með glam snappið og er kominn tími til að ég geri færslu. 
Svo ég segi ykkur aðeins frá naglastofunni, þá byrjaði þetta hjá henni Kareni sem stofnaði Futura Neglur fyrir 4,5 ári. Kata tvíburasystir Karenar gekk svo í lið við hana og eru þær nú báðar á fullu að gera neglur. Þær elska vinnuna sína enda er þetta það skemmtilegasta sem þær gera.
 

Hvert fer ég í neglur :  Futura Neglur

Það sem ég fýla við þær er það að ég fer alltaf sátt frá þeim. Þær elska að stjana við mann og því meira sparkle því meira fjör. Þær eru alltaf með heitt á könnunni og alltaf nóg að spjalla um. Ótrúlega einlægar systur og tíminn flýgur. Þegar ég fór til Karenar í neglur 19. desember liðu 6 vikur á milli og það kom ekki einu ein loftbóla undir neglurnar. Þær sátu pikk fastar. 

Hvert fer ég í neglur :  Futura Neglur 1

Hvert fer ég í neglur :  Futura Neglur 2

 

Tilboð FEBRÚAR mánaðar er:
* Lituð byggingargel á nýtt sett. (alls konar í boði frá nude uppí bleikt) (gildir ekki fyrir þær sem eru nú þegar með neglur á sér) 6900kr
* Ótal mörg glimmer og lita gel á 5500kr (Mynd og video inná síðu af því sem er í boði) (gildir fyrir nýtt sett, gildir ekki fyrir þær sem eru nú þegar með neglur á sér)

Hvert fer ég í neglur :  Futura Neglur 3

Vilt þú vinna neglur fyrir þig og þína vinkonu? Finndu mig á instagram : asdisgudny93 og taktu þátt í leiknum! 

 

Jólatré | Skreytingar 9

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.