Ég elska að skoða færslur þar sem fólk segir frá uppáhalds bloggum eða Instagram/Snapchat aðgöngum og þar sem ég er bloggari þá skoða ég mikið af öðrum bloggum. Elska að fá inspo og lesa fræðandi færslur og hvetur það mig sjálfa til að gera áhugaverðar færslur. Hér koma bloggin sem ég skoða en athugið að þetta er ekki raðað í eftirlætis röð.

 

 

UPPÁHALDS: Blogg

Öskubuska.is Skemmtilegur og hress hópur sem leggur mikin metnað í síðuna sína. Alltaf eitthvað að gerast á heimasíðunni þeirra og nóg af færslum til að lesa.  

 

UPPÁHALDS: Blogg 1

Framinn.is Dálítið öðruvísi blogg en ótrúlega skemmtilegt og mjög áhugavert. Stelpurnar sem eru með þessa síðu eru skagamenn (Eins og moi). Þær segja frá sniðugum öppum, uppskriftir og finna framandi konur og gera færlsur um þær sem er í uppáhaldi að lesa. 

 

UPPÁHALDS: Blogg 2

Lady.is Virkilega skemmtilegur hópur til að fylgjast með. Mömmublogg með fullt af áhugaverðum greinum og síðan þeirra einstaklega falleg! 

 

UPPÁHALDS: Blogg 3

Irisbachmann.com Eitt af mínum uppáhalds einstaklings bloggum. Hún bloggar um allt frá beauty yfir í mömmu færslur. Íris er einnig með snap og ég fylgist með henni þar líka. 

 

UPPÁHALDS: Blogg 4

Anya.is Búin að fylgjast með þeim frá degi eitt og hef mjög gaman af færslum frá þeim. Flottur hópur sem bloggar um allt milli himins og jarðar. 

 

UPPÁHALDS: Blogg 5

Rebekkaeinars.is Ef þið eruð ekki að fylgja henni myndi ég gera það núna því hún er snillingur þegar kemur að beauty. Fer alltaf til hennar í vax á snyrtistofuna Dimmalimm og hún er wonder woman! Núll að grínast.

 

UPPÁHALDS: Blogg 6

Fagurkerar.is Matur, húsráð, heilsa,barnið, það er allt inná fagurkerar.is. Leiðist aldrei þegar ég skoða síðuna þeirra og svo er algjör plús hvað þessi hópur eru allar góðar vinkonur sem sést langar leiðir. 

 

En þetta er bara brot af því sem ég les. Ég fylgist mögulega með öllum bloggum sem eru í gangi og listinn yrði verulega langur ef ég myndi telja allt upp. 

Þangað til næst, 

 

Jólatré | Skreytingar 9

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.