Ég er oft spurð hver ég fer í klippingu og hver það er sem sér um hárið mitt svo ég ákvað bara að bomba í færslu. 

Get hiklaust mælt með Beauty Bar, persónuleg og frábær þjónusta,ódýrar vörur og gott vöruúrval.

Síðan langar mig að segja frá því að í haust þá kem ég til þeirra með há kollvik og mikið hárlos og hún Ásta eigandi benti mér á Sjampó úr Davines línunni sem heitir Energizing sem ég  fékk leiðbeiningar með til að notast við en ég byrjaði á að þvo hárið mitt uppúr þessu í 20 mín. Nuddaði og nuddaði svæðið sem var með mesta vandamálið og svo skolaði ég úr. Framvegis voru þvottarnir styttri en eru samt alltaf í um 7 mín sem ég gef mér til að nudda hársverð. Sumum finnst þetta kannski mikill tími en ég lýg því ekki þegar ég segi að eftir 6 vikur voru háu kollvikin mín farin og ég komin með þykkt hár. Ég þarf ekki lengur að nota þetta sjampó en karlinn minn var svo hrifin af árangrinum að hann bað mig um að splæsa í aðra flösku svo hann geti byrjað þetta meðferð sjálfur. En eftir hvern þvott þá er sett gel í hárið sem heitir Energizing gel en svo er hægt að nota líka Thickening Tonic sem ég gaf einmitt um daginn í gjafaleik ásamt sjampói. En hárlos er mjög þekktur fylgikvilli þess að eignast barn og eftir brjóstagjöf og glíma nánast allar nýbakaðar mæður við þetta vandamál. En eins og ég segi hér ofan þá nota ég ekki lengur þetta combo en ég notaði það í sirka 3 mánuði en núna er karlinn byrjaður að nota þetta og við erum spennt að sjá árángur. 

Með kóðanum “Ásdís2018” færðu 25% afslátt af Davines línunni inná heimasíðu Beauty Bars 

Þegar ég fór í klippingu og lit um daginn þá kippti ég með mér myndavélinni og tók upp allt ferlið og smá brot af verslunni þeirra til þess að deila með ykkur. 

 

 

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Beauty bar*

 

Jólatré | Skreytingar 9

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.