Ég vildi taka saman mína þætti á  Netflix.
afhverju ekki?

Eins og örugglega aðrir þá horfi ég mikið á Netflix svona þegar maður er einn með barn heima. Ef það er ekkert til þess að taka til eða þrífa þá skellir maður sér bara beint fyrir framan sjónvarpið að horfa á einhverja þætti sem maður er að fylgjast með. Meira að segja þegar maður nennir ekki að taka til – ætla ekkert að fara fínt í það. Ég sjálf er mikill spennufíkill – elska hryllingsmyndir eða spennumyndir. Hvað þá þætti !? ALVEG EINS.

Tek saman smá intro um hvern og einn svona svo það er skýrt hvað þessir þættir eru um. Ég vil samt vara ykkur við en ég er með Bandaríska Netflix og gæti vel verið að eitthvað af þessum þáttum séu ekki þar inná en þá er lítið mál að downloada þeim – Allt þættir sem ég fæ ekki nóg af ! 

Þættirnir sem ég horfi á þessa stundina : 

Friends

Myndaniðurstaða fyrir friends

Á allan daginn alla daga, á repeat. Þarf ég að segja meira ? Held ekki.

Forensic Files

Myndaniðurstaða fyrir forensics files episodes

ROSALEGA bandarískir þættir, ROSALEGA ! En þeir segja frá alvöru glæpum sem hafa verið framdir í heiminum. Sýnir okkur smá hvernig raunverulegt lögreglustarf er heldur en eins og C.S.I sem er allt hype-að og ýkt upp. Mjög spennandi og mjög fræðandi þættir verð ég segja. Mæli samt með því að taka ykkur pásu frá þeim við og við því annars endar hausinn á ykkur eins og sakamálaþáttur. 

The Vampire Diaries

Myndaniðurstaða fyrir Vampire diaries

Þetta eru einir af fáum þáttum sem ég var límd við frá byrjun til enda. Ég er búin að horfa á þættina núna 2x í réttri röð og ég verð alltaf jafn sorgmædd í lokaþættinum. Fjallar um stelpu sem kynnist nýjum strák í bænum sem á sért stórt leyndarmál. Hann og bróðir hans eru vampírur og takast á rosalegum verkefnum í hverri seríu fyrir sig. Það er ekkert af ástæðulausu að seríurnar urði 8 talsins. 

Pretty Little Liars

Myndaniðurstaða fyrir Pretty little liars

Það þekkja eflaust flestir þessa, eða flestar stelpur. En ég horfi á þá frá upphafi til enda, viku eftir viku. Mjög spennandi. Fjallar um vinkonuhóp sem eignast stórhættulega eltihrellu eftir dauða einnar úr hópnum og reyna þær að komast að því hver í ósköpunum þessi A er. Mjög gott plott í þessum þáttum og svo sakar ekki hvað þær eru sterkar týpur hver og ein og tekur maður eina uppáhalds alltaf sama hvað.

The O.C.

Myndaniðurstaða fyrir The O.C

Þessir voru lengi í uppáhaldi þegar Skjár Einn var í opinni dagskrá þegar ég var yngri. Horfði á þá í hvert skipti með allri fjölskyldunni. Þeir fjalla um strák að nafni Ryan sem er illa staddur í lífinu og á fáa að þegar lögfræðingur tekur hann að sér og hleypir honum inn í líf sitt. Allskonar drama ! ef þið hafið ekki ennþá horft á þá , þá er komin tími til.

Gossip Girl

Myndaniðurstaða fyrir The Gossip girl

Fjalla um ríka krakka sem hafa engar áhyggjur af peningum sem díla við leyndarmál fjölskyldna sinna, skilnaði, ástarsorg og framhjáhöld. Mjög skemmtilegir. Ég horfði aldrei á þá þegar þeir voru sem vinsælastir einfaldlega því þeir gripu mig ekki en ég tók þá straight inná Netflix um daginn og varð ástfanginn. Ég vissi til dæmis aldrei hvað XOXO þýddi fyrr en ég horfði á þættina, grínlaust. Fékk meira að segja hugmyndina fyrir því að kvitta alltaf xoxo í enda hverrar færslu útaf þessum þáttum haha.. Mæli mjög mikið með ! 

Suits

Myndaniðurstaða fyrir suits hd

Frábærir þættir til að fá motivation fyrir lífinu. Lögfræðiþættir sem basically sýnir manni harðan heim business lífsins á ýktan veg auðvitað. En maður fær mikla “FACE” tilfinningu þegar maður horfir. Fjalla um súper gáfaðann strák sem heitir Mike sem kemur fram sem lögfræðingur og fer að vinna sem slíkur án nokkurar gráðu. Er að flýja undan vondu fólki frá fortíðinni.

RuPaul’s Drag Race

Tengd mynd

Ef þú vilt fá súper mikið samviskubit að vera ekki gorgeous alla daga og sjá karlmenn verða meira gorgeous en þú þrátt fyrir að þú tekur þig til. GO FOR IT  !! hahah Þessir þættir eru svo mikil Guilty Pleasure að hálfa væri nóg. Mjög skemmtilegir þættir um homma sem stunda dragkeppnir , keppast á við það að vera næsta stjarna RuPaul’s, sem er “Queen of all drag queens”. 

Riverdale

Tengd mynd

Um þessar mundir myndi ég segja að þessir þættir voru mínir allra uppáhalds. Fjalla um Archie og vini hans sem búa í Riverdale. Strákur finnst dáinn án nokkurrar skýringar og enginn veit hver drap hann. Mikið af leyndarmálum komast í ljós. Mikið myrkur í þáttunum og þessvegna elska ég þá. ER HOOKED

The Flash

Myndaniðurstaða fyrir the flash

Klassískur ofurhetjuþáttur um The Flash og hans líf. Hvernig hann finnur jafnvægið á að vera venjulegur og ofurhetja. Mjög skemmtilegir þættir ef þú fýlar Marvel eða DC Comics þætti. Ég sjálf er að horfa á þetta allt.

Defenders

Myndaniðurstaða fyrir Defenders

Annar ofurhetjuþáttur. Allir fjórir karakterarnir eru allir úr öðrum seríum sem fjallar um þau og þeirra krafta. Er tiltölulega nýbyrjuð að horfa en eins og staðan er – mæli ég með. Karakterarnir eru allir þekktar ofurhetjur, Daredevil, Jessica Jones, Luke Cage og Iron First mynda hóp sem hjálpast á við glæpi í New York. Þetta týpíska 🙂

Jane The Virgin

Myndaniðurstaða fyrir Jane The Virgin

Jane er ung stelpa að reyna feta spor sín í lífinu ásamt kærasta sem elskar hana. Hún lendir í þeirri óheppilegu stöðu að verða ólétt þrátt fyrir að vera hrein mey vegna læknismistaka. Mjög skemmtilegir og fyndnir þættir. Þættirnir eru framleiddir eins og verið er að lesa úr dagbók eða sögu og það er sögumaður sem talar inná þættina einu sinni og einu sinni , sem gerir þá ennþá skemmtilegri og fyndnari. 

Stranger Things

Myndaniðurstaða fyrir Stanger Things

Það hefur eflaust aldrei verið jafn mikil sprengja og þegar þessir þættir uppgötvuðust. Mjög drungalegir og myndi ég segja að þetta væri Thriller Hryllings þættir. Fjalla um strákavinahóp sem búa í litlum bæ. Allt í einu byrja skrýtnir hlutir að gerast í bænum og endar þessi vinahópur beint í miðjunni á því. Kynnast stelpu sem þeir kalla 11 og hefur ofurmátta. Mjög skemmtilegir. Maður þarf smá þolinmæði því þeir eru örlítið lengi að byrja en þegar þeir byrja þá eru þeir sjúkir. 

The Client List

Myndaniðurstaða fyrir the client list episodes

Þessa þætti datt ég inná einfaldlega útaf leikkonunni. Ég var hooked á Ghostwisperer þegar þeir voru í essinu sínu. Fjalla um mömmu og eiginkonu sem lendir í fjölskyldu drama og vantar peninga til að sjá fyrir börnunum. Endar með því að hún tekur að sér vinnu á nuddstofu sem er allt önnur en hún ætlaði sér. Örlítið öðruvísi þættir en mjög spennandi samt. 

Iron Fist

Myndaniðurstaða fyrir iron fist

Ungur drengur sem átti víst allt saman hverfur í mörg ár en birtist allt í einu eftir allan þann tíma með rosalega hæfileika í bardagalistum og með mátt að nafni “iron fist”. Mjög skemmtileg ný sería, ofurhetjusería. Aðeins ein sería er komin út en ég bíð spennt eftir næstu 🙂 

The 100

Myndaniðurstaða fyrir the 100

Þessa þætti hef ég horft á straight síðan þeir byrjuðu. Frábærir þættir og geðveikur söguþráður. Gerist 97 árum eftir að kjarnorkustyrjöld hefur eyðilagt allt sem kallast mannslíf og allt líf á plánetu jarðar, restin af mannfólkinu býr í geimstöð útí geimi. Þau senda 100 unglinga, unglinga sem hafa framið glæpi, aftur til jarðar í þeirri von um að geta byrjað aftur líf á jörðu þar sem geimskipið er á seinasta séns. 

Reign

Myndaniðurstaða fyrir the reign

Fjalla um unga drottningu, Mary, Skotlands. Þar sem hún þarf að takast á við mikil verkefni og ákveða ný örlög í ástarmálum sínum. Geðveikir þættir sem gerast í Frakklandi og gefa ákveðna sýn á hvernig þetta var allt hérna áður fyrr á Viktoríu tímabilinu. Ég elska Viktoríutímabilið og þessvegna kolféll ég fyrir þessum þáttum.

Limitless

Myndaniðurstaða fyrir limitless tv show

Eiginlega eins og Limitless myndin sem kom út hérna ekki fyrir svo löngu, mér finnst þeir einfaldlega betri. Fjalla um 28 ára gamlan mann sem er ráðinn inn í FBI til að vera ráðgjafi þeirra á vissum málum. Nær að nota 100% heilann á sér þegar hann tekur inn ákveðið lyf sem gefur honum ákveðna galla líka. Veit ekki afhverju það er ekki komin önnur sería, skil ekki ! 

The Originals

Myndaniðurstaða fyrir the originals

Hver elskar ekki vampírur og varúlfa ? Þessir þættir eru tengdir The Vampire Diaries sem ég nefni hérna ofar og því tilvalið að byrja á þessum beint eftir að þú klárar Vampire Diaries. Fjalla um systkyni sem voru fyrstu vampírur heimsins eftir að lagt var álög á fjölskyldu þeirra af norn í hefndarhug og þeirra örlög og þeirra langa langa líf. Fullt af drama og fullt af spenningi.

Haven

Myndaniðurstaða fyrir haven tv show

Fjalla um FBI lögreglukonu sem fer að rannsaka mál í smábæ að nafni Haven sem kemur svo í ljós að er tengdur henni á vissan hátt. Hún rannsakar furðulega lögreglumál sem gerast í bænum og aðlagst nýja lífinu sínu. Er ennþá á fyrstu seríu en ég er dolfallinn yfir þeim. Þeir eru um yfirnáttúrulega hæfileika og því kannski ekki hverrar manna tebolli en annars mjög góðir.

Lucifer
Myndaniðurstaða fyrir lucifer

SVO. SVO. SVOOOO GÓÐIR ÞÆTTIR. Fjalla um sjálfan Lucifer og hans líf á jörðu á meðan hann vinnur sem ráðgjafi hjá lögreglunni. Kynnist konu sem hefur ákveðin áhrif á hann. Mjög fyndnir þættir sem þið verðið að gefa séns. Aðalleikarinn er breskur takk fyrir og með breskan hreim – það gerir þættina eitthvern veginn miklu miklu betri á ákveðin hátt. 

Við bæta við að þetta er líklegast einn tuttugasti af því sem ég horfi á og kem ég til með að skella í annað blogg seinna meir með fleirum þáttum fyrir áhugasaman. Vonandi er eitthvað hérna fyrir alla, enda rosalega fjölbreytt verð ég að segja. 

INSTAGRAM : andreaisleifsd

SNAPCHAT : andreaisleifsd

XOXO