Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! 

2018 byrjar á mánudegi svo það er heldur betur fullkominn dagur til að start fresh, skipuleggja sig vel fyrir árið og setja niður markmið. Setur þú þér áramótaheit? Ég er enn að ákveða mín markmið og mitt “orð” fyrir árið… orð sem ég vil leggja áherslu á og hafa í huga í gegnum árið. 

2018 DAGBÓK 4

Ég vil ekki hljóma eins og biluð plata en ég get ekki mælt nógu mikið með dagbókum. Hvort sem þú notar hana alveg praktískt í að gera to-do lista, ert snillingur í bullet journaling eða ferð alla leið með límmiða og skraut líkt og ég geri. Samkvæmt rannsóknum er fólk sem skrifar niður markmiðin sín 50% líklegra til að ná þeim en annars. 

Ég hef fjallað mikið um dagbókina sem ég nota en hún er frá Erin Condren og hægt er að nota þennan link til að fá $10 af fyrstu kaupum. Ég nota eins og er Erin Condren Life Planner í Hourly týpunni og valdi ég Neutral litaháttinn.

Hér skrifaði ég um inngang að dagbókum, mínar uppáhalds límmiðabúðir og límmiða-skipulagið. Auk þess geri ég mikið af dagbókar myndböndum á YouTube síðunni minni og ég held uppi Facebook grúbbunni Íslenskir Planners og Instagramminu @icelandicplanner

2018 DAGBÓK 2
myndir af @icelandicplanner

Ég nota dagbækur til að plana fram í tímann öll helstu afmæli, viðburði og slíkt.

Mánaðaryfirlitið nota ég til að sjá allt það helsta, auk þess sem ég nota notes síðuna til að setja mér markmið fyrir mánuðinn, allan póst sem ég á von á og fleira.
Ég hef einnig notað það sem budget yfirlit og skrái þar alla reikninga, sparnað og útgjöld. 

Vikuyfirlitið nota ég til að gera lista fyrir alla vikuna auk þess að hafa yfirlit yfir daginn, oft hver með sínum to-do lista. 
Svo fylli ég inn hvað er að ske á hverjum degi og oft líka eftir á, en mér finnst gaman að eiga minningar í bókinni.

Ég nota dagbækur eða stílabækur (notebooks) einnig í allt sem tengist mínum samfélagsmiðlum og blogginu, bæði til að fylgjast með öllum tölum og til að skrá niður allar hugmyndir og upplýsingar.

Ég bara get ekki mælt meira með því að hafa allt á blaði – það er fátt betra en að tæma hugann, þá sérstaklega fyrir nóttina og hafa allt sem þarf að muna og gera í dagbókinni. Svo er líka skemmtilegt að gera hana fallega… 😉

2018 DAGBÓK 3

Ef þú vilt eiga möguleika á að vinna Erin Condren Life Planner og fylgihluti mæli ég með að kíkja á grúbbuna

Íslenskir Planners

en þar er þessi flotti gjafaleikur og dregið verður strax og við náum 1.000 meðlimum – endilega deilið með vinum ykkar!


Þið finnið mig hér:
Snapchat – emmasoffia95
Instagram – @emmasage95 og @icelandicplanner

Gleðilegt nýtt skipulagt ár,

22 ára gömul móðir búsett í Grafarholtinu. Ég á kærasta til 6 ára sem heitir Kristján og saman eigum við Kára Hrafn sem fæddist 5.febrúar 2017. Helstu áhugamál mín eru samfélagsmiðlar, skipulag & að gera fínt í kringum mig.