Eftir margar fyrirspurnir lét ég loks verða af því og tók upp myndband af planner-límmiða safninu mínu og hvernig ég skipulegg þá. Þeir sem hafa fylgst með mér vita að ég hef brennandi áhuga á dagbókum og öllu sem því fylgir og hef verið dugleg að deila því með ykkur sem vilja heyra. 

Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er að tala um gerði ég kynningarblogg um dagbækur, færslu um uppáhalds límmiðabúðirnar mínar og bjó einnig til Facebook grúbbu fyrir alla planner-áhugamenn Íslands. Svo er nýjasta viðbótin Instagrammið @icelandicplanner sem þið megið endilega fylgja víst þið eruð komin svona langt! 

Jæja nóg um það. Hér er myndbandið af safninu mínu (tek þó reglulega til í því og gef litla pakka í FB grúbbunni):

Ég vona að þið hafið gagn eða allavega gaman af – allir linkar og slíkt er einnig að finna undir myndbandinu. 
Ekki gleyma að klikka á Subscribe til að fylgjast með mér á YouTube.

Þangað til næst…

22 ára gömul móðir búsett í Grafarholtinu. Ég á kærasta til 6 ára sem heitir Kristján og saman eigum við Kára Hrafn sem fæddist 5.febrúar 2017. Helstu áhugamál mín eru samfélagsmiðlar, skipulag & að gera fínt í kringum mig.