Mamagram októbers mánaðar en engin önnur en hún Ásdís Rán. Hún er mikill frumkvöðull og lætur ekkert stoppa sig! Hún er þriggja barna móðir, model, þyrlu flugmaður og rekur umboðsstofu á Íslandi sem heitir TalentBook .
 
Nafn: Ásdís Rán
 
Aldur: 38
 
Hvaðan ertu og hvar býrðu núna: Ég er frá Egilsstöðum og bý nú í RVK og Sofíu.
 
Maki : Ég er bara alveg makalaus eins og er…
 
Börn: Róbert 20 ára, Hektor 12, Victoria Rán 10.
 
Hvað varstu gömul þegar þú eignaðist þitt fyrsta barn: Ég tók forskot á lífið og eignaðist minn fyrsta dreng 17 ára. Hann heitir Róbert Andri og er 20 ára í dag.
 
Hvaða fæðing var erfiðust: Þær voru allar hræðilega erfiðar en 3 fæðingin stendur upp úr, hún tók um 2 daga frá fyrstu hríðum og mér fannst ég nær dauða en lífi og leið oft út af. Ég fæddi í Svíþjóð þá og læknarnir voru mjög erfiðir að aðstoða á neinn hátt og vildu ekki sprengja belginn, í lokinn sprengdu þeir loksins belginn og þá gekk þetta hraðar en á þeim tíma var ég búin með alla orku og hálf meðvitunarlaus en þetta tókst samt að lokum og ég fékk prinsessuna mína í fangið nokkrum klst seinna. 
 
Hvernig helduru þér í svona flottu formi: Ég reyni að passa vel uppá mataræðið borða ekki brauð, pasta, nammi eða skyndibitamat. Drekk ekki gos og hef verið dugleg að æfa síðan ég var ung. Ég er samt rosa hrifin af góðum mat, ostum og góðu víni og leyfi mér það miklu frekar en nammi og sukk fóðri sem lætur mér yfirleitt bara líða illa.
 
Hvernig er að búa erlendis með börnin: Það er bara búið að vera frábær reynsla, börnin mín þessi tvö yngstu eru alin upp erlendis á flakki milli landa og töluðu bæði 4-5 tungumál: íslensku, ensku, sænsku, þýsku og búlgörsku. Mjög ung og fengu að upplifa mismunandi siði, menningu og kynnast heiminum. Ég var mikið ein með þau að vísu þar sem það var engin fjölskylda til að aðstoða og Garðar á fullu í boltanum en það truflaði mig ekkert og þetta var yndislegur tími
 
Borðaru grænar baunir: já ég elska grænar baunir! er yfirleitt ein um það við borðið 😀
 
Afhverju fórstu að læra þyrlu flugmanninn:Það var buið að vera draumur síðan ég var ung. Fór í þyrluflug í NY, þá fékk ég þessa ótrúlegu tilfinningu sem mig dreymdi um að finna aftur og að lokum náði ég að gera mér það kleift að læra að fljúga þyrlu sjálf. Í hvert skipti sem ég flýg af stað þá fæ ég einhverskonar hugarró, það má líkja því við öfluga hugleiðslu þar sem ég tengist náttúrunni og himninum á einstakan hátt. Besta tilfinning í heimi. 
 
Hvað var þitt drauma starf þegar þú varst yngri: Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða dýralæknir.
 
Hver er besta vinkona þín: Ég á fleiri en eina, ég er buin að búa út um allan heim síðan ég var um tvítugt og erfitt að gera á milli bestu vinkvenna á hverjum stað. Þannig að í dag þá á ég nokkrar bestu vinkonur og vil ekki gera upp á milli þeirra en þær vita hverjar þær eru  😉
 
Hvaða samfélagsmiðill finnst þér skemmtilegastur: Það er á efa Facebook, ég nota það mikið fyrir vinnu og persónulegt líf . PR og samskipti við fólk og vini út um allan heim, hinir miðlarnir eins og snap og insta eru aðalega til að sýnast og pósta myndum og upptökum úr daglegu lífi.
 
Uppáhalds matur: lambahryggur á íslandi og sushi-ið og fiskurinn í Bulgaríu
 
Hvaða heilræði gefuru nýjum mæðrum: Að taka þessu ekki of alvarlega og ekki halda að börn hindri framtíðar markmið og drauma. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ferillinn minn var stærstur eftir 3 barnið 😉
 
Hvað er must have fyrir lítil kríli af þínu mati: Það er nú allt önnur tíð núna en þegar ég átti lítil börn og flest allt breitt..! En að mínu mati þá var það snuddan bráðnauðsynleg, þvílík snilld og þá sérstaklega þessar gömlu sem eru eins og hringur með svoldið langri duddu hinar litlu detta alltaf út strax sem pirrar litlu krílinn enþá meira. 
 
Hvert er lífsmottóið þitt: To be happy, enjoy all aspects of life and live my dreams.
 
Hvers saknaru við meðgönguna og hvað alls ekki: Ég er alls ekkert hrifin af meðgöngum yfir höfuð, þær voru allar mjög erfiðar fyrir mig. Ég fékk grindargliðnun og ýmsa kvilla alltaf strax um á 3 mánuði, gat ekkert æft og var með mikla verki en maður saknar alltaf nándinni við bumbuna og þessarar yndislegu upplifun að hafa litla bumbukrílið,  þrátt fyrir þjáningarnar og verki.
 
Uppáhalds nammi: Ég er hrifin af dökku og fínu súkkulaði, Hafliði er í uppáhaldi í súkkulaði gerð en annas er ég ekki mikið fyrir almennt nammi og borða það nánast aldrei.
 
Og að lokum, hvar er hægt að fylgjast með þér: Það er hægt að fylgjast með mér á facebook https://www.facebook.com/Icequeen.Official,
instagram: asdisran
Snap: @icequeensnap
 MAMAGRAM - ÁSDÍS RÁN

Ég heiti Ásdís Guðný og er stofnandi glam.is
Er 25 ára gömul búsett í Mosfellsbæ með Frosta syni mínum og maka honum Viktor Blöndal.
Ég stunda nám í Háskólanum í Reykjavík og er á frumgreinadeildinni þar.