Mig langaði að segja frá ferðinni okkar hjóna núna i byrjun September. Kallinn krúttaði yfir sig á nýjum skala og gaf mér óvænta ferð til Edinborgar bara við tvö saman. Hann ákvað að hafa þetta algjörlega surprise og var búin að stríða mér með afmælisgjöfina í marga daga. Þangað til ég náði að sannfæra hann um að gefa mér gjöfina nokkrum dögum fyrr, hélt ég. Ég var 23 ára núna sl. 5.september. En ég fékk gjöfina 21.ágúst. Hann var svo lúmskur. Hann kom allt í einu heim og gaf mér pakkann. Ég opnaði auðvitað pakkann og sá bara púsl. Hvað í anskotanum var maðurinn að gefa mér? :’D mig grunaði að hann hefði keypt ný ræktarföt eða ræktarskó fyrir mig þar sem ég var í alltof slitnum buxum og Nike Free Run skóm sem eru að vera sjö ára gamlir. HINSVEGAR, gaf hann mér 120 stykkja púsluspil.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR

slið – eftir 2 klst. púslsession og vel óþolinmóða Dreu hahahaha

Ég var líklegast tvo tíma að því þar sem hann valdi líklegast flóknustu mynd sem hægt væri að púsla haha. Ég auðvitað gleymi að taka aðrar myndir en bara á Snapchat svo þær verða að duga.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 1

Þetta eru vísbendingarnar sem ég fékk. Nr.1 – Skoski fáninn (ég btw man aldrei fána landanna), nr.2 – 01, nr.3 – 09 og nr.4 – Edinborg.

Auðvitað fór ég strax á skæla þegar ég fattaði að ég væri á leið til útlanda. Mig hefur dreymt um það síðan ég fór seinast og það var 2014 🙂 Hafði aldrei farið í verslunarferð svo það var komin tími til. Grétar sagði síðan bara við mig að við ættum flug kl. 6.15 í nótt og hann var búin að redda öllu – pössun fyrir barnið, pössun fyrir hundinn, hóteli og flugmiða og öllu klappinu. Ég hafði aldrei fengið neitt svona óvænt og held að það hefur aldrei tekist jafn vel og þarna að koma mér á óvart !

Þeir sem fylgdust með ferðinni á Snapchat aðganginum mínum hafa líklegast séð þetta allt saman en ef þið viljið skoða aftur, Gjörðu svo vel <3

– Fimmtudagur/Föstudagurinn –

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 20

Á flugvellinum á leið út kl. 5:30 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 2

Komin uppá hótel og á leið strax út að versla. 

 Við tókum nú ekkert mikið af myndum á meðan við versluðum, við misstum okkur of mikið til þess að muna eftir því haha en annars fórum við og prófuðum veitingarstað sem ein á snappinu benti mér á. Veitingastaðurinn heitir The Dome og ég að er segja ykkur það. Þetta er fallegasti, flottasti og besti veitingastaður sem ég hef farið á ! Mér leið eins og algjöri prinsessu og vissi hreinlega ekkert hvernig ég átti að haga mér þarna inni. Leið eins og The Princess Diaries leikkonan þegar hún er að læra að vera prinsessa (LOL).

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 21

Hann er svona að utan takk fyrir. og sjáið nú að innan !.. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 22

Þetta er einum of fallegt. 

Þjónustan var frammúrskarandi og maturinn góður ! Við áttum þvílíkt von á því að þetta væri eitthvað ráááándýrt. En við leyfðum okkur allt, fengum okkur dýrustu kokteilana, vorum ekkert að spara á matnum, fengum okkur eftirrétt. Í heildina var þetta að kosta 80 pund. Sem er eins og þegar maður leyfir sér ekkert á veitingarstað hérna heima og fær sér eitt gosglas, fyrir EINN! HAHA þannig við vorum hæst ánægð. Við gerðum fátt annað en að versla og borða um kvöldið fyrsta daginn þar sem við vorum algjörlega búin á því eftir flug og allt. Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu á The Dome.

ATH ! ömurleg birta til að taka myndir þarna inni þannig þið verðið að afsaka gæðin 😛

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 19

Þið verðið að afsaka selfie-myndirnar…

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 15

ehhemm.. Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 9

Andyrið á veitingastaðnum ! 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 10

 Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 7

Fallegi maðurinn minn.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 3

Við fórum síðan örlítið á röltið saman eftir á og skoðuðum skemmtanalífið og fleira. Ég vildi mynd með kastalanum, Edinburgh Castle.

– Laugardagurinn –

Laugardagurinn fór því miður ekki eins og við ætluðum. Við ætluðum að nýta hann miklu meira en við vorum eitthvað svo þreytt og óskipulögð (já ÉG var óskipulögð, for once…). En við fórum í dýragarðinn sem heitir einfaldlega bara Edinburgh Zoo. Það var mjög gaman þar sem húsdýragarðurinn heima er sko ekkert miða við þennan. Þarna voru ljón, pöndur, kóalabirnir, kengúrur og margt fleira. Eftir dýragarðinn ákvaðum við að versla örlítið meira og prófa aðrar búðir en Primark og H&M en það gekk mjög illa. Annaðhvort var allt búið í okkar stærðum, ekkert sem við fundum eða ekki tími til að skoða almennilega þar sem við vorum sein. Við létum það samt ekki eyðileggja daginn 😀 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 51

Já við vorum mikið í Selfies saman.
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 50

Ég var að sjá nokkur dýr í fyrsta skiptið á ævinni eins og Kengúrur, ég varð dolfallinn.Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 45

Zebra hestar eru nýja uppáhalds dýrið mitt (fyrir utan pöndur)
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 44Sáum heilan helling af öpum, stórum og smáum.
 Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 43

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 42Ljónin voru ekkert sérstaklega mikið að spá í manni.
 
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 38   Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 32

Þessi fullorðni maður fékk að ráða hádegismatnum á hverjum degi – Í hvert skipti var valið McDonald’s ! Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 29
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 28  Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 25Maður er frekar heppinn..

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 24

Við fórum síðan bara róleg eftir daginn á T.G.I. Fridays þar sem við vorum bæði að crave-a Boneless Buffalo Wings. Ég keypti mér nokkra STÓRA kokteila á barnum eftir matinn og þar á meðan Bubblegum Daquiri sem er líklegast besti kokteill sem ég hef fengið. Það var meira segja sprengibrjóstsykur utan á glasinu sem ég nú auðvitað lét ekki fara til spillis eins og flestir á snappinu mínu sáu haha, btw – ég afsaka !

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 27
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 30Bubblegum Daquiri !! Ég sakna hans strax, aldrei smakkað þá betri en hann <3 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 36
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 40
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 47Þær gerast ekki meiri túristalegri en þessi mynd… 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 46Já jú eða þessi.. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 41

– Sunnudagurinn –

Við eyddum sunnudeginum í að túristast meira. Við vorum búin að versla mikið meira en nóg og fórum við því að skoða Endiborgarkastalann fræga og túristast. Þessi kastali er riiiisastór og mæli ég hiklaust með því að allir sem gera sér ferð til Edinborgar taki 1 og hálfa tíma kynningarferð í gegnum hann. Þetta var æðislegt.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 57
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 58
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 59
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 60inngangurinn inní kastalann. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 61
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 62Þessi maður tók okkur í skoðunarferðina og sagði okkur sögu kastalans. Hann var algjör snillingur ! Hinsvegar skyldi ég lítið sem ekkert þar sem hann var svo svakalega skoskur að ég nái bara einu og einu orði vegna hreimsins – ég reddaði mér með því að lesa mér til um kastalann á netinu. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 64Inni í herbergi drottingu Skotlands, lítið mátti taka af myndum inni í kastalanum og því verða þetta mikið útsýnismyndir.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 65Hér er kirkjugarður ! En ekki fyrir fólk – heldur er þetta kirkjugarður fyrir dýr hermanna sem hafa fallið frá og fengið að liggja í Edinborgar kastalanum. Mjög fallegt <3 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 66Detailinn í byggingunni eru svakaleg.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 68Ein selfie – SORRÝ

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 69ÖLL vopn eða brynjur inni í kastalnum var allt notað í stríðinu eða hefur verið notað í að verja Edinborg á eitthvern hátt. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 70

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 71 Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 72
Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 73Dæmi um brynjurnar þarna og sverðin. Allt notað.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 74Hrikalega gaman að skoða allt þarna ! 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 75The queen.. 

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 76Eina kossamyndin sem þið fáið – takk og bless.

Afmælisferð // Edinburgh - MYNDIR 55

Þessar myndir eru bara brot og brot af því sem við sáum enda var ég ekki með myndavélina uppi allan tímann. Ég ákvað að njóta frekar.. 
En vonandi var þetta eitthvað sem einhver þarna úti hefur kannski áhuga á. Ef þið eruð að pæla í að fara helgarferð eða bara hreinlega ferð til Edinborgar þá mæli ég HIKLAUST með því ! Þetta er fallegasta borg sem ég hef séð hingað til og mjöög mikið í uppáhaldi ennþá. 

Tips áður en þið skellið ykkur út : 

– Vera með góða myndarvél (klikkaði á því)
– Bóka minnsta lagi 4 daga ferð
– Skipuleggja daginn út og inn svo tíminn nýtist sem mest.
– Ef þið farið í Edinborg : Verslið á Princes Street, ekki mollunum. Mesta úrvalið þar og ódýrara.

Instagram : andreaisleifsd
Snapchat : andreaisleifsd

XOXO