Um daginn var ég á Facebook að skoða yfir newsfeedið mitt og sé þar konu pósta inná mömmugrúbbu myndbandi af barni sem er ekki skilgreint sem hún eða hann, foreldrarnir leyfa honum/henni að ráða því. Þau setja hann í pils og buxur og leyfa honum að leika sér með “stelpu”dót og “stráka”dót og skilgreina hann kynjalausan þangað til hann ákveður það sjálfur. Ég sagði mína skoðun á málunum eins og margir aðrir inná þessari umræðu. Ekkert til að espa einn né neinn eða skapa vandræði.

 

Nokkrum dögum eftir að þessi umræða kom upp var ég í Smáralindinni með son minn. Hann sat í kerrunni sinni og lék sér að snuddubandinu sínu og babblaði útí eitt við það eins og börn gera flest. Kemur eldri kona upp að mér og segir mér hversu fallegt barnið mitt sé og hún þurfti bara að segja mér það. Ég þakka kærlega fyrir og er auðvitað 100% sammála henni eins og allar mömmur í heiminum – Börnin okkar eru falleg. Hún spyr mig hversu gamall hann er og þessar venjulegu spurningar sem maður fær. En ein spurningin sem hún spurði stóð svolítið í mér. Líklegast vegna umræðunnar á Facebook fyrr í vikunni. ” Er hann hún eða hann? “… Mér bregður smá þegar hún spyr einfaldlega vegna þess að ég átti ekki von á þessari spurningu, er hann hún eða hann? – jú auðvitað fæddi ég son og hann er HANN er það ekki. Hann er karlkyns. Þegar ég svara henni þá verður hún frekar pirruð og segir að ég eigi ekki að ala barnið mitt upp í kynjaskiptum heimi og ætti að ala hann rétt upp annars ætti ég nú ekki að vera móðir. Og síðan labbar hún í burtu.

"Er hann hún eða hann ?" 4

Fáninn hefur aldrei eins vel átt við eins og í þessari færslu!

Ég stóð eins og ég veit ekki hvað þarna hliðiná rúllustiganum hjá bíóinu og var orðlaus. Hvernig vogar þessi kona sér að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég skilgreini barnið mitt sem HANN? Ég velti þessu aðeins meira fyrir mér og komst að niðurstöðu.

Ath! þetta er aðeins mín persónuleg skoðun og finnst mér í lagi að fólk virði hana alveg eins og ég virði þeirra skoðun. Ég vil koma því einnig á framfærir að mér finnst allir flottir sama hvernig þeir kjósa að vera og lifa lífinu. Það eiga allir rétt á sér <3

Heiðar Máni er strákur. Hann er með typpi, hann er karlkyns. Hann mun fara í skóla og vera skilgreindur þar það sama, strákur. Hann mun eignast vini og vinkonur og munu þau skilgreina hann sem jú, strák. HINSVEGAR! 

Þá er ég ekki að fara banna honum eitt né neitt um hvernig fötum hann mun klæðast, hvernig dóti hann leikur sér með, hvaða litur er uppáhalds eða hvernig hann lítur á hlutina.

Ef hann vill lakkaðar neglur, þá má hann það.

Ef hann vill klæðast kjólum eða pilsi, þá má hann það.

Ef hann vill leika sér með Barbie, fara í mömmó eða leika sér með “stelpu” leikföng, þá má hann það.

"Er hann hún eða hann ?" 2

Hann er samt strákur. Þangað til hann hefur vit fyrir sjálfum sér og ákveður hvort hann vilji halda áfram sem strákur eða skilgreina sig sem stelpu. Auðvitað mun ég útskýra fyrir honum hvernig þetta er allt saman þegar hann er eldri og hefur vit fyrir því. Strákar geta orðið stelpur og stelpur geta orðið strákar, ef þau vilja það. En Heiðar er aðeins 9 mánaða gamall og finnst mér því í fínu lagi að skilgreina hann sem kynið sem hann er og sem ég fæddi. 

Mér finnst ég skyldug til þess að ala strákinn minn upp að bera virðingu fyrir hommum, lessum, transkonum eða körlum. Hann mun læra það einn daginn og þegar hann lærir það þá auðvitað virði ég það ef hann ætlar sér að verða stelpa eða vera strákur. Karlkyns og kvenkyns eru læknisfræðileg hugtök, fólk er skilgreint sem kvenkyns og karlkyns þar og hefur það alltaf verið þannig í öllu. Heiðar er 9 mánaða gamall! Hann veit ekki hvað stelpa eða strákur er ennþá.

Börn eru börn, kannski er einhver þarna úti sem á strák/stelpu sem vill skilgreina sjálfan sig sem stelpu/strák. Kannski verður það þannig að eilífu, kannski eldist þetta af þeim og þau hætta að skilgreina sig eitthvað annað en þau eru fædd eins og. En ef þau vilja enn vera hitt kynið þegar þau eru komin með vit og þekkingu á því sem þau eru að gera þá á ekki að fara stoppa einn né neinn sem vill það.

En samkvæmt mér þá á ég strák og leikur sér með “stelpu” og “stráka” dót. Ég set þetta í sviga vegna þess að ég sjálf vil ekki skilgreina dótið sem kvenkyns eða karlkyns en að orða þetta svona lýsir því vel hvað ég er að reyna segja.

"Er hann hún eða hann ?" 3

Mér langaði endilega að segja frá þessari reynslu ekki bara til að útskýra hvernig ég ætla ala upp barnið mitt heldur langar mér að koma skilaboðum þarna út til þess að fólk viti að það er hægt að ala barnið upp eins og maður vill. Það er ekkert bara leyfilegt að strákar séu með stráka dót eða stelpur með stelpu dót. Börn eru allskonar eins og þau eru rosalega mörg. Margir munu örugglega vera reiðir eða pirraðir úti mig að skilgreina þetta svona og þetta sé mín skoðun á hlutunum. En málið er að mín skoðun er alveg jafn gild og mikilvæg eins og ykkar. Fólk kýs sjálft hvað það gerir þegar það er fullorðið en börn eru börn og við sem foreldrar eigum að ala þau upp eins og við viljum.

Þannig kæra kona sem sagði þetta við mig í Smáralindinni :
Takk fyrir að tjá þig um mína skoðun en ég stend föst á henni eins og þú á þinni skoðun. Mér finnst samt ekki rétt að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég er ekki sömu skoðunar og þú eða aðrir eflaust þarna úti. Það er ekkert foreldri betra en annað þegar það kemur að umhyggju og ást til barnanna sinna. En ég vona að þú hafir fengið sálar-ró við það að hreyta þessu svona framan í mig. Og þakka ég þér hreinlega fyrir því ég var ekkert byrjuð að pæla í þessu almennilega fyrr en þú komst upp að mér í Smáranum. Og er ég búin að pæla í þessu bak og fyrir og er komin að niðurstöðu. Heiðar er HANN, karlkyns. En hann fær að ráða kynhneigð sinni og öllu sem kemur að því í framtíðinni – ég elska hann alveg jafn mikið. 

Virðum skoðanir annara eins og við virðum okkar eigin skoðanir. Þær eiga allar rétt á sér og enginn vitlausari en önnur. Það fer bara eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Þannig ég stóð stolt og stuðningsmikil á GayPride með Heiðar Mána og dáðist af öllu glimmerinu og flotta fólkinu <3 

Kveðja, Mamman sem elskar RuPaul’s Drag Race, Gaypride, tjáningarfrelsi og stoltur stuðningsaðili samkynhneigðra og transfólks.

"Er hann hún eða hann ?"

Instagram : andreaisleifsd

Snapchat : andreaisleifsd 

XOXO