Eftir að ég fór að ræða meira um dagbækur og límmiðana sem ég nota til að skreyta þær, fór ég að fá síendurteknar spurningar um hvar ég kaupi límmiðana. Planner heimurinn er nefnilega rosalega stór og oft yfirþyrmandi og því skiljanlegt að vita ekki alveg hvernig maður eigi að stíga fyrstu skrefin sín. Ef þið hafið ekki hugmynd um hvað ég er að tala um fjallaði ég fyrir stuttu um Dagbækur 101 sem ég hvet alla til að skoða. 

ps. eru ekki allir í Íslenskir Planners (Dagbækur/Skipulag) Facebook grúbbunni? Ég mæli með! 

Ég kaupi (nánast) alla mína dagbókar límmiða af Etsy. Þar koma saman einstaklingar sem eru að hanna og prenta límmiða í heimahúsum út um allan heim. En eftir að hafa dundað mér við þetta áhugamál í nokkur ár hef ég lært nokkra hluti sem ég vil miðla áfram til ykkar. 

Að skreyta dagbækur með límmiðum er rosalega persónulegt í raun… þú myndar þinn eigin stíl; hversu mikið af límmiðum notar þú, viltu þá matta eða glossy? Kaupiru viku kit eða notaru staka límmiða héðan og þaðan? Sumir vilja fylla síðurnar sínar af límmiðum og aðrir vilja hafa mikið white space. Ég mæli með að panta fyrst bæði glossy og matta límmiða til að kynnast áferðinni og hvað þér líkar. Einnig vil ég hvetja alla sem hafa áhuga að horfa á Plan With Me myndbönd á YouTube (sjá mín myndbönd hér) en þar fær maður oft hugmyndir og kynnist fleiri Etsy búðum. 

Þetta hobbí getur orðið rosalega dýrt. Límmiðar geta orðið dýrir og þar sem við búum út á miðju Atlantshafi getur einnig sendingarkostnaður verið dýr. Þess vegna mæli ég með að skoða alltaf vel shipping á öllum búðum áður en þið pantið. Af minni reynslu forðast ég oft búðir í USA og leitast frekar eftir seljendum í Kanada, Evrópu eða Ástralíu (oft ódýrast þaðan, ótrúlegt en satt). Einnig er oft óþarfi að kaupa shipping með tracking sem fer oft upp í $20 og er líklegra að þær sendingar verði stoppaðar í tollinum. Annars hef ég einungis einu sinni eða tvisvar lent í því og þá bara frá búðum í USA með tracking. 

Svo ég tók mig til og fann þær búðir sem eru með ódýrt shipping (reyni að finna alltaf eitthvað undir $6/7 allavega, margar með rétt um $2) og eru með fjölbreytta límmiða sem ég trúi að margir myndu fíla. Þetta er þó byggt á minni persónulegri reynslu, mínum planner stíl og ég hvet alla að skoða sig um á Etsy enda nánast óendanlega margar límmiðabúðir til í dag. Þessi heimur fer nefnilega bara stækkandi. 

Jæja… nóg um það, hér eru topp 5 uppáhalds planner sticker búðirnar mínar (og ég að sjálfssögðu plöggaði afsláttarkóðum fyrir ykkur):

PLANNER (DAGBÓKAR) LÍMMIÐAR 3

dæmi um límmiða frá PeacefulmindDesign

PeacefulmindDesign

Ótrúlega góð verð og ódýr póstlagning frá Ástralíu. Fullkomin búð fyrir byrjendur en þar er að finna bæði functional og skraut límmiða, fullt af viku- og mánaðarkittum. Ég mæli hiklaust með þessari, hef pantað fjölmörgum sinnum og alltaf verið mjög ánægð. 
Notið afsláttarkóðann “PMD10” fyrir 10% af $10+ AUD! 

PLANNER LÍMMIÐAR + AFSLÁTTARKÓÐAR

september-kittið sem ég mun nota frá JaxandPepper

JaxandPepper

Þessi búð er án efa með eitt af fallegustu kittum sem þú finnur, bæði fyrir viku síðurnar og mánaðar… Ég gjörsamlega bráðna! Ef þú vilt stílhreina og smart límmiða mæli ég með að kíkja á þessa.
Notið afsláttarkóðann “GLAMIS” fyrir 15% af! 

PLANNER (DAGBÓKAR) LÍMMIÐAR 4

mánuður skreyttur með kitti frá HelloPetitePaper

HelloPetitePaper

Yndisleg búð með alls konar fallegum límmiðum frá Portúgal. Ég hef verslað alls kyns límmiða frá henni og allir mjög fínlegir og smart. Mikið af kittum bæði fyrir Vertical og Horizontal Erin Condren + gullfalleg mánaðarkit. 
Notið afsláttarkóðann “ICELAND10” fyrir 10% af $10+ USD! 

PLANNER (DAGBÓKAR) LÍMMIÐAR 1

monthly síða með KPLPlans kitti

KPLPlans

Ein uppáhalds búðin mín enda rosalegt úrval af skemmtilegum límmiðum fyrir hvaða tilefni sem er. Mæli hiklaust með þessari + eigandinn er algjört yndi. Ef ég geri mér einhvern daginn ferð í Disneyland/world kaupi ég mér hiklaust límmiða héðan til að plana ferðina!
Notið afsláttarkóðann “EMMA15” fyrir 15% af! 

PLANNER (DAGBÓKAR) LÍMMIÐAR

monthly kit + youtube & avobabes frá LetsMakeItSparkle

LetsMakeItSparkle

Ég kynntist þessari búð mjög nýlega en er mjög sátt með límmiðana þaðan – fullt af frábærum límmiðum fyrir skóla, falleg kit og avakadó babe-in eru einum of sæt!! Must fyrir alla sem elska avakadó. 
Notið afsláttarkóðann “GlamIs” fyrir 15% af! 


Ég vona að þið höfðuð gagn & gaman af og dembið ykkur út í þennan skemmtilega heim! 

Einnig er gott að fylgjast með uppáhalds búðunum á Instagram en þar deila þær oft útsölum, nýjum límmiðum og fleira. Það er alltaf gott að hafa augun opin í kringum hátíðardaga (sérstaklega þessa bandarísku) en til dæmis má búast við rosalegum útsölum í haust í kringum Halloween, Black Friday og slíka daga. 

Ef þið hafið spurningar eða viljið einhverjar ráðleggingar megið þið alltaf senda á grúbbuna Íslenskir Planners. Sjáumst þar og á Instagram!

22 ára gömul móðir búsett í Grafarholtinu. Ég á kærasta til 6 ára sem heitir Kristján og saman eigum við Kára Hrafn sem fæddist 5.febrúar 2017. Helstu áhugamál mín eru samfélagsmiðlar, skipulag & að gera fínt í kringum mig.