Ég hef alltaf elskað skipulag… og föndur og límmiða. Ég man eftir því að hafa rekist á YouTube myndband um Erin Condren dagbækur og þar sá ég hvernig hægt var að skreyta þær með límmiðum, bæði til að gera gagn og fallegt fyrir augað. Ég kvaddi leiðilegu hálf-notuðu skóladagbækurnar mínar og splæsti í Erin Condren Horizontal Planner… og hef ekki litið til baka síðan þá.

Hér eru öll myndböndin sem ég hef gert í kringum dagbókina

Ég gæti blaðrað endalaust um hvað þetta er yndislegt áhugamál en það sameinar skipulag, framtakssemi og föndur sem eru allt hlutir sem ég dýrka. En fyrst langar mig aðeins til að kynna þennan heim fyrir ykkur sem þekkja ekki til (þetta er nefnilega alveg fáranlega stór heimur og frábært samfélag). 

DAGBÆKUR 101 1

Myndir af minni Erin Condren Horizontal dagbók.
Tekið af Instagram (@emmasage95)

Til eru óteljandi týpur af dagbókum, allt frá einföldum stílabókum (oft notast við bullet journaling) yfir í mismunandi viku-týpur, jafnvel heill dagur á hverri síðu. Það getur verið langt ferli af trial & error að finna sína réttu dagbók, sem hentar þínum lífstíl. Ég heillaðist strax af Erin Condren dagbókunum og keypti mér Horizontal (láréttu) týpuna, svona eins og flestar dagbækur eru settar upp. Vinsælasta týpan frá þeim er þó Vertical (lóðrétta) týpan en þeir bjóða einnig upp á Hourly (með tímastimplum) og fleiri týpur eins og Monthly Deluxe (bara mánaðar; ég nota þessa í dag), kennaradagbækur og svo mætti lengi telja…

DAGBÆKUR 101 4

Mynd af Erin Condren Vertical týpu frá @ladyreykjavikplans 

Að stíga fyrstu skrefin sín í þessum heimi getur verið hálf yfirþyrmandi. Hvað þarf til að byrja að “planna” og hvar á maður að byrja?

Hluti af ákvörðuninni minni að velja Erin Condren dagbækur er vegna þess að megnið af límmiðum sem eru þarna úti, eru hannaðir fyrir þær bækur. Fyrsta skrefið er því að velja hvaða dagbók þú vilt nota, en að sjálfssögðu er ekkert mál að nota hvaða límmiða eða skraut í hvaða bók sem er.

Næst er að ákveða hvort þú hafir í raun áhuga á límmiðum, eða stimplum, washi-tapes (skrautlímböndum) eða vilt bara skrifa með penna í bók. Ég mæli hiklaust með að skoða Plan With Me myndbönd á YouTube og sjá mismunandi stíla af dagbókarskreytingum. 

DAGBÆKUR 101 3

Önnur frá Lady Reykjavík Plans – finnið bloggið hennar hér

Nú, ef þú ákveður að vilja fara alla leið í límmiðum og alles, mæli ég með að skoða Etsy – þú getur sótt appið – og leitað af… þeim límmiðum sem þú myndir nota. Gott er að byrja með kittum (weekly kits/monthly kits). Þá færðu blöndu af flestu; headers, checklists, icons o.s.frv. (Ég verð hreinlega að skrifa þetta á ensku, þýðist hálf kjánalega og best að þekkja orðin á ensku, því þannig finnur maður límmiðana).

En það hættir ekki þar. Þú þarft einnig að skoða hvort þú viljir matta eða glossy límmiða. Mattir eru frekar þunnir yfirleitt, oft replaceable og yfirleitt ódýrari en glossy sem eru þykkari, augljóslega með gljáa og í raun í hærra gæðaflokki. Eftir að hafa prófað báðar týpurnar, er ég persónulega hrifnari af möttum en glossy eru vinsælli. Eins og ég segi… langt ferli af trial & error.

DAGBÆKUR 101 5

Nýlegt límmiða haul sem ég deildi á Instagram

Það getur líka verið sjokk að kíkja í körfuna eftir að hafa valið einhverja límmiða af Etsy. Ekki nóg með það að límmiðar geta orðið nokkuð dýrir getur shipping verið allt að $20 og yfir! Úff… Ég mæli því með að fylgjast vel með shipping kostnaði og ég reyndar skoða það yfirleitt áður en ég leyfi mér almennilega að skoða búðina. Oftast eru USA búðirnar dýrastar og því mæli ég með að reyna að finna kanadískar, evrópskar eða ástralskar búðir (blogg um mínar uppáhalds búðir kemur inn mjög bráðlega). 

DAGBÆKUR 101 7

Frekar einfalt skreyttur mánuður hjá mér

Einnig má ræða um hvaða penna er best að nota en ég er enginn sérfræðingur í þeim málum. Í gegnum árin hef ég verið hrifnust af Staedtler Triplus FineLiner en nota í dag Uni Pin Fine Line frá Mitsubishi. Báðir eru í raun meira eins og fíngert túss en pennar. 

DAGBÆKUR 101 10

Júní mánuðurinn vel skreyttur

DAGBÆKUR 101 9

Í kringum hvern mánuð eru alltaf note-pages sem má nota hvernig sem maður vill – 
þessi mynd er þó úr notebook stílabókinni minni frá Erin Condren, en ég nota hana undir YouTube og blogg hugmyndir

Nú held ég að ég verði að segja þetta gott í bili – ef þið hafið spurningar getið þið alltaf skilið eftir komment eða haft samband við mig á samfélagsmiðlunum. Ég vil einnig hvetja alla sem hafa áhuga á dagbókum (sama hvernig þær eru) og almennu skipulagi að bæta sér í Facebook grúbbuna Íslenskir Planners (Dagbækur/Skipulag) en þar er að myndast skemmtilegt samfélag í kringum þetta allt saman. 

Ef þið hafið áhuga á Erin Condren dagbókum eins og sýndar voru í þessu bloggi getið þið notað þennan link til að fá $10 af fyrstu kaupum (ég fæ einnig $10 inneign sem ég nota í vörur sem ég deili svo með ykkur).

DAGBÆKUR 101 6

Skemmtilegur og mikið skreyttur apríl mánuður!

Vonandi höfðuð þið gagn og gaman af. Ég hvet alla til að prófa sig áfram og finna sinn planner stíl, hvort sem hann sé einfaldur eða eins skrautlegur og gerist! 

Endilega fylgist með mér á Instagram fyrir fleiri planner myndir & fleira: @emmasage95

Þangað til næst,

22 ára gömul móðir búsett í Grafarholtinu. Ég á kærasta til 6 ára sem heitir Kristján og saman eigum við Kára Hrafn sem fæddist 5.febrúar 2017. Helstu áhugamál mín eru samfélagsmiðlar, skipulag & að gera fínt í kringum mig.