Instagram er án efa einn heitasti miðillinn í dag og nóg er af Íslendingum að gera það gott sem “Instagrammarar”. Mér þykir mjög gaman að skrolla niður og skoða heilt haf af fallegum myndum en við eigum mjög mikið af flottum áhugaljósmyndurum (lesist sem smá kaldhæðni).

Hér tók ég saman heitustu íslensku grammarana, algjörlega að mínu mati.
Þetta eru ekki endilega þau sem hafa flesta fylgjendur,
heldur einfaldlega þau sem mér finnst skemmtilegast að fylgjast með eins og er:

Hún Lilja er þvílíkt hæfileikaríkur förðunarfræðingur og er eins og er að gera
#100daysofmakeupchallenge sem er mjög gaman að fylgjast með!
Eitthvað fyrir þá sem fíla extreme og ýkta förðun!

Sylvía Erla er up and coming söngkona og töffari með meiru!

Ég man eftir að hafa fylgst með blogginu hennar Pöttru fyrir mörgum árum,
hún er með töff stíl og Instagrammið endurspeglar það.
Auk þess er hún nýbökuð móðir og eru barnamyndir alltaf í uppáhaldi!

Rebekka Einars er vinsæll förðunarsnillingur,
en hún sérhæfir sig í “flawless” förðun,
nóg af skyggingum og glimmeri!

Ég hef ekki fundið marga planner-óða Íslendinga eins og mig sjálfa,
en Guðrún hjá Lady Reykjavík er með fallegt Instagram fullt af fallegum skipulagsbókum, flatlays & fleira.
Hún heldur uppi bloggi auk þess að vera í læknanámi, áfram hún!

Fanney Ingvars er eflaust ein af þekktustu Instagrömmurum Íslands.
Endalaust af flottum outfit myndum & hún á von á litlu barni sem við bíðum spenntar eftir!

Sandra er með einstaklega fallegt Instagram,
fullt af myndum frá stílhreina heimilinu hennar í Noregi.

Elín heldur uppi skemmtilegu Instagrammi fullu af förðunarmyndum.
Mikil litadýrð, augnhár og glamúr einkenna hana!

Helena Birna er nýlegur bloggari
og við mælum með að fylgjast með henni.

Hrefna Dan er nýlega flutt í gullfallegt hús sem hún tók í gegn.
Fallegar myndir frá heimilinu, stílnum og vintage hlutum.

Hildur María, Miss Universe Iceland heldur uppi æðislegu Instagrammi.
Maður verður bara öfundsjúkur af öllum ferðamyndunum frá henni!

Sara Linneth er hæfileikaríkur förðunarfræðingur,
mikið um fallega liti og þykk augnhár frá þessari fallegu dömu!

Maria Gomez hjá Paz.is er með einstaklega stílhreint og fallegt Instagram.
Hún er 4ja barna móðir og heimilið hennar er án efa eitt það fallegasta hér á landi. Mjög smart!


Að lokum verð ég auðvitað að minna á glam.is Instagramið auk okkar stelpnanna sem ég mæli hiklaust með að fylgja:

Ég hvet alla til að fylgjast með, en við erum einnig virkar á Insta Story þar!

  

Andra Ísleifs                    Aníta Ósk                           Ásdís Guðný

  

Emma Soffía                Karen Helga                  Sunna Ýr Perry

Svo vil ég benda á frábært hashtag fyrir okkur íslensku bloggara:
#islbbloggers
en þar er hægt að finna fjöldan allan af skvísum, beautybloggurum og þess háttar!


Hvaða Instagrammara ert þú að fíla í döðlur?
Hverja vantar á þennan lista?
Endilega látið okkur vita í kommenti!

Þangað til næst

22 ára gömul móðir búsett í Grafarholtinu. Ég á kærasta til 6 ára sem heitir Kristján og saman eigum við Kára Hrafn sem fæddist 5.febrúar 2017. Helstu áhugamál mín eru samfélagsmiðlar, skipulag & að gera fínt í kringum mig.